Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Ótrúleg leitarsaga Juan Gabriel. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var haldið áfram að fjalla um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar að móður sinni. Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Leitin að upprunanum Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig
Leitin að upprunanum Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira