Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Falcon Heavy á leið á skotpall í Flórída. SpaceX Starfsmenn SpaceX ætla í dag að skjóta svokallaðri Falcon Heavy-eldflaug á loft frá Flórída. Það er öflugasta eldflaugin sem notast er við þessa dagana og verður hún notuð til að skjóta tveimur gervihnöttum út í geim fyrir Bandaríkjaher, auk annarra gervihnatta. Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30. SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30.
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira