„Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:48 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira