Lífið

Það fór allt mögulegt úrskeiðis í viðtalinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið vesen í kringum viðtalið við Snorra. 
Mikið vesen í kringum viðtalið við Snorra. 

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í þættinum í gærkvöldi var fjallað um miðla og sjáendur. Í þættinum ræddi Ingileif við fyrrverandi hrossabóndann Snorra Hjálmarsson sem vinnur í dag með pendúl sem leiðbeinir honum við það að spá fyrir fólki. 

Það má með sanni segja að viðtalið hafi verið skrautlegt. Snorri býr úti á landi úti á landi og voru Hvalfjarðargöngin lokuð í aðdraganda viðtalsins. Auk þess fór í raun allt tæknilega úrskeiðis sem hugsast getur. 

Í raun ótrúlegt eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Það fór allt mögulegt úrskeiðis í viðtalinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.