Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. nóvember 2022 11:00 Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson ÍL-sjóður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun