Vandamálið versus viðbrögðin
Í þessum aðstæðum eru það oft á tíðum viðbrögðin okkar og samskiptin sem skipta ekki minna máli en árgreiningurinn eða vandamálið sem um ræðir.
Lítil mál, lítil vandamál eða skoðanaskipti geta orðið að risastórri sprengju ef samskiptin við maka eru erfið og flókin. Þegar sú er raunin kjósa þá jafnvel einhverjir að sleppa því frekar að ræða hlutina og byrgja þá inni.
„Ég vissi að ég hefði ekki átt að minnast á þetta!“
„Það þýðir ekkert að ræða við þig, þú vilt ekki hlusta!“
Stór mál, stór vandamál eða alvarlegir atburðir geta á sama tíma leysts farsællega ef samskiptin eru góð, einlæg og sameiginlegur vilji er til staðar til að gefa hvoru öðru rými til þess að tala og hlusta.

Að vita og gera
Svo er það eitt að vita hvernig æskilegast sé að bregðast við og annað að fylgja því eftir. Sérstaklega þegar tilfinningarnar geta hlaupið með fólk í gönur.
Eins ólík og við erum mörg höfum við mjög ólíkar leiðir að takast á við vandamál og eiga sumir erfiðara með það en aðrir að hafa stjórn á skapi sínu og viðbrögðum í aðstæðum sem þessum.
Spurningin er að þessu sinni kynjaskipt og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Athugið að spurt er um hvernig algeng viðbrögð maka eru þegar upp kemur ágreiningur í sambandinu.
Konur svara hér:
Karlar svara hér:
Kvár svara hér: