„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 16:31 Jakob er rétthafi höfundarverks Svövu Jakobsdóttur og hennar eini erfingi. Alþingi/Aðsend Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“ Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“
Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira