Man United tapaði loks á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 16:00 Cristiano Ronaldo átti ekki góðan dag. Simon Stacpoole/Getty Images Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erik ten Hag gerði aðeins eina breytingu á liði sínu sem vann 1-0 útisigur á Real Sociedad á fimmtudaginn var. Bruno Fernandes var í leikbanni og í hans stað kom Marcus Rashford. Jadon Sancho, Antony og Raphaël Varane voru áfram fjarri góðu gamni. Aston Villa byrjaði leikinn frábærlega. Vörn Manchester United var út á þekju og það nýttu heimamenn sér til hins ítrasta. Jacob Ramsey renndi boltanum á Leon Bailey sem skoraði með föstu skoti í hornið fjær. Eins marks forysta varð að tveggja marka forystu skömmu síðar en þegar tíu mínútur voru liðnar braut Luke Shaw klaufalega af sér. Lucas Digne, sem hafði misst af undanförnum leikjum vegna ökklameiðsla, tók aukaspyrnuna og viti menn. Spyrnan fór í fallegum boga yfir varnarvegg gestanna og söng í netinu. Staðan orðin 2-0 og Unai Emery gat vart trúað sínum eigin augum en fyrir leikinn hafði Manchester United ekki tapað í síðustu 23 heimsóknum sínum á Villa Park í deildinni. @ManUtd's current 23-match unbeaten run away to Aston Villa is the longest such streak in #PL history@ManUtd | #AVLMUN pic.twitter.com/H2h515o7nd— Premier League (@premierleague) November 6, 2022 Eftir þessa ömurlegu byrjun vöknuðu gestirnir aðeins, en þó aðallega því Villa lagðist aðeins til baka. Það kom á endanum í bakið á Villa-mönnum. Cristiano Ronaldo hafði ógnað forystu heimaliðsins en skalli hans var varinn. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem Luke Shaw átti skot sem var á leiðinni upp í stúku, boltinn fór hins vegar í bakið á Ramsey og skrúfaðist í hornið fjær. Óverjandi fyrir Emiliano Martínez í marki Aston Villa. Ten Hag ákvað að gera enga breytingu á sínu liði í hálfleik og leikurinn var varla hafinn á nýjan leik þegar Villa komst 3-1 yfir. Ramsey skoraði þá með góðu skoti úr teignum eftir að Ollie Watkins hafði farið illa með Victor Lindelöf. Fleiri urðu mörkin ekki í leik dagsins og Unai Emery hefur endurkomu sína í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Á sama tíma þarf Erik ten Hag að finna lausnir á vandamálum Man United en sóknarleikur liðsins er mjög bitlaus þessa dagana. Man United er áfram í 5. sæti með 23 stig á meðan Aston Villa er í 13. sæti með 15 stig. Fótbolti Enski boltinn
Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erik ten Hag gerði aðeins eina breytingu á liði sínu sem vann 1-0 útisigur á Real Sociedad á fimmtudaginn var. Bruno Fernandes var í leikbanni og í hans stað kom Marcus Rashford. Jadon Sancho, Antony og Raphaël Varane voru áfram fjarri góðu gamni. Aston Villa byrjaði leikinn frábærlega. Vörn Manchester United var út á þekju og það nýttu heimamenn sér til hins ítrasta. Jacob Ramsey renndi boltanum á Leon Bailey sem skoraði með föstu skoti í hornið fjær. Eins marks forysta varð að tveggja marka forystu skömmu síðar en þegar tíu mínútur voru liðnar braut Luke Shaw klaufalega af sér. Lucas Digne, sem hafði misst af undanförnum leikjum vegna ökklameiðsla, tók aukaspyrnuna og viti menn. Spyrnan fór í fallegum boga yfir varnarvegg gestanna og söng í netinu. Staðan orðin 2-0 og Unai Emery gat vart trúað sínum eigin augum en fyrir leikinn hafði Manchester United ekki tapað í síðustu 23 heimsóknum sínum á Villa Park í deildinni. @ManUtd's current 23-match unbeaten run away to Aston Villa is the longest such streak in #PL history@ManUtd | #AVLMUN pic.twitter.com/H2h515o7nd— Premier League (@premierleague) November 6, 2022 Eftir þessa ömurlegu byrjun vöknuðu gestirnir aðeins, en þó aðallega því Villa lagðist aðeins til baka. Það kom á endanum í bakið á Villa-mönnum. Cristiano Ronaldo hafði ógnað forystu heimaliðsins en skalli hans var varinn. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem Luke Shaw átti skot sem var á leiðinni upp í stúku, boltinn fór hins vegar í bakið á Ramsey og skrúfaðist í hornið fjær. Óverjandi fyrir Emiliano Martínez í marki Aston Villa. Ten Hag ákvað að gera enga breytingu á sínu liði í hálfleik og leikurinn var varla hafinn á nýjan leik þegar Villa komst 3-1 yfir. Ramsey skoraði þá með góðu skoti úr teignum eftir að Ollie Watkins hafði farið illa með Victor Lindelöf. Fleiri urðu mörkin ekki í leik dagsins og Unai Emery hefur endurkomu sína í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Á sama tíma þarf Erik ten Hag að finna lausnir á vandamálum Man United en sóknarleikur liðsins er mjög bitlaus þessa dagana. Man United er áfram í 5. sæti með 23 stig á meðan Aston Villa er í 13. sæti með 15 stig.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti