„Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 10:04 Tómas segir rangt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og fyrrverandi forseti hefur haldið fram. Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ Þetta segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í FÍ, í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann stjórn félagsins ekki hafa getað sætt sig við vinnubrögð Önnu Dóru og því borið að bregðast við. Málefni Ferðafélagsins hafa verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri, fyrst í kjölfar þess að Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði sig úr stjórn félagsins fyrir ári síðan. Það gerði hann í kjölfar þess að hafa sagt upp störfum hjá Landsvirkjun eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart samstarfskonu. Félagið komst svo aftur í fréttirnar þegar Anna Dóra, fyrsti kvenforseti FÍ, sagði af sér og sagði stjórnarhætti í félaginu ganga þvert á sín gildi. Sakaði hún Tómas um að hafa viljað koma Helga, vini sínum, aftur til starfa hjá félaginu og að ekki hefði verið tekið á ýmsum áreitismálum innan félagsins. Í grein sinni segir Tómas að það sé ekki rétt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og Anna Dóra hefði haldið fram. Vissulega gæti Ferðafélagið gert betur en málum hefði ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Þá segir hann að á nýafstöðnum félagsfundi, þar sem vantraustsyfirlýsingu á stjórn var vísað frá með 85 prósent atkvæða, hafi það verið rakið „hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum.“ „Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins,“ segir Tómas. „Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð.“ Tómas segir ósatt að hann hafi barist fyrir endurkomu Helga. Hann hefði hins vegar vissulega tekið þátt í ferðum á vegum félagsins, enda hefði fyrrverandi forseti sagt það sjálfsagt. „Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum,“ segir Tómas. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þetta segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í FÍ, í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann stjórn félagsins ekki hafa getað sætt sig við vinnubrögð Önnu Dóru og því borið að bregðast við. Málefni Ferðafélagsins hafa verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri, fyrst í kjölfar þess að Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði sig úr stjórn félagsins fyrir ári síðan. Það gerði hann í kjölfar þess að hafa sagt upp störfum hjá Landsvirkjun eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart samstarfskonu. Félagið komst svo aftur í fréttirnar þegar Anna Dóra, fyrsti kvenforseti FÍ, sagði af sér og sagði stjórnarhætti í félaginu ganga þvert á sín gildi. Sakaði hún Tómas um að hafa viljað koma Helga, vini sínum, aftur til starfa hjá félaginu og að ekki hefði verið tekið á ýmsum áreitismálum innan félagsins. Í grein sinni segir Tómas að það sé ekki rétt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og Anna Dóra hefði haldið fram. Vissulega gæti Ferðafélagið gert betur en málum hefði ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Þá segir hann að á nýafstöðnum félagsfundi, þar sem vantraustsyfirlýsingu á stjórn var vísað frá með 85 prósent atkvæða, hafi það verið rakið „hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum.“ „Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins,“ segir Tómas. „Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð.“ Tómas segir ósatt að hann hafi barist fyrir endurkomu Helga. Hann hefði hins vegar vissulega tekið þátt í ferðum á vegum félagsins, enda hefði fyrrverandi forseti sagt það sjálfsagt. „Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum,“ segir Tómas.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37