Lífið

„Áreitið var það gígantískt að ég þurfti að fara einn upp í brekku“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir Kolbeins er mjög þekktur maður í íslensku samfélagi. 
Ásgeir Kolbeins er mjög þekktur maður í íslensku samfélagi. 

Ásgeir Kolbeinsson vakti fyrst athygli sem útvarpsmaður á FM957 en hefur síðan þá starfað sem sjónvarpsmaður, veitingamaður, rak skemmtistað og meðal annars flutt inn tónlistarmanninn Scooter. Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson.

Ásgeir segist hafa fundið fyrir þeirra tilfinningu að vera frægur á þeim tíma þegar hann var útvarpsmaður á FM957 og daglega á sjónvarpsstöðinni Popp Tv.

„Ég fann mjög mikið fyrir því. Og það mikið að það fór alveg yfir í það að vera óþægilegt. Fólk sem er samt í sviðsljósinu þarf samt að taka þessu og auðvitað flestir sem eru í þessari stöðu vilja þessa athygli. Auðvitað væri maður ekki í þessu nema maður finnist þetta gaman. En fyrir alla getur þetta orðið mjög mikið.“

Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson

Hann rifjar upp eitt árið á Þjóðhátíð hafi þetta orðið of mikið.

„Þetta var Þjóðhátíð þar sem maður var alveg á hápunktinum. Maður var á Popp Tv, á FM og það einhvern veginn vissu allir hver maður var. Áreitið var það gígantískt að ég þurfti að fara einn upp í brekku og sitja í svona hálftíma til að ná mér niður. Spennan var svo mikil í áreitinu. Rosalega óþægileg tilfinning en á sama tíma getur þú ekkert sagt nei við þessu.“

Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.