Háttsemi Isavia feli í sér atlögu að störfum blaðamanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 21:50 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands krefur ríkislögreglustjóra og Isavia svara vegna aðgerða starfsmanna Isavia við brottflutning hælisleitenda fyrr í vikunni. Flóðljósum var beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia birti tilkynningu í gær þar sem félagið harmaði að hafa hindrað störf fjölmiðla við brottvísunina. Starfsfólk félagsins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla hafi farið fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur. Blaðamannafélag Íslands sendi ríkislögreglustjóra og forstjóra Isavia bréf vegna aðgerðanna í dag. „Blaðamannafélagið lítur þetta alvarlegum augum enda felur þessi háttsemi starfsmanna Isavia í sér atlögu að störfum blaðamanna. Óumdeilt er að þarna var um fréttnæman atburð að ræða sem fullt tilefni er til að fjalla um. Hvorki lögregla né opinbert hlutafélag, sem Isavia er, á að fá að hlutast til um eðlileg störf blaðamanna eða hindra að fluttar séu fréttir af atburðum sem eiga sér stað innan starfssvæðis flugvallarins,“ er meðal þess sem fram kemur í bréfinu. Þá kemur fram að frjáls fjölmiðlun sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkja og lagarök rakin að því tilefni. Atburðurinn er sagður hafa verið ótvírætt fréttnæmur og fullt tilefni hafi verið fyrir blaðamenn að fjalla um málið. Fréttafólk hafi virt allar lokanir og takmarkanir á svæðinu. Blaðamannafélag Íslands fer þess á leit við stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra að upplýst verði um: 1. Hver tók ákvörðun um að hafa áhrif á og hamla eðlilegum störfum blaðamanna? a. Ef beiðni barst Isavia um að hamla störfum blaðamanna, hvaðan kom sú beiðni? 2. Á hvaða grunni var slík ákvörðun tekin? 3. Hvernig munu stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra bregðast við og hvernig munu verkferlar hins opinbera hlutafélags og lögreglunnar breytast til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig? Hælisleitendur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Isavia birti tilkynningu í gær þar sem félagið harmaði að hafa hindrað störf fjölmiðla við brottvísunina. Starfsfólk félagsins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla hafi farið fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur. Blaðamannafélag Íslands sendi ríkislögreglustjóra og forstjóra Isavia bréf vegna aðgerðanna í dag. „Blaðamannafélagið lítur þetta alvarlegum augum enda felur þessi háttsemi starfsmanna Isavia í sér atlögu að störfum blaðamanna. Óumdeilt er að þarna var um fréttnæman atburð að ræða sem fullt tilefni er til að fjalla um. Hvorki lögregla né opinbert hlutafélag, sem Isavia er, á að fá að hlutast til um eðlileg störf blaðamanna eða hindra að fluttar séu fréttir af atburðum sem eiga sér stað innan starfssvæðis flugvallarins,“ er meðal þess sem fram kemur í bréfinu. Þá kemur fram að frjáls fjölmiðlun sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkja og lagarök rakin að því tilefni. Atburðurinn er sagður hafa verið ótvírætt fréttnæmur og fullt tilefni hafi verið fyrir blaðamenn að fjalla um málið. Fréttafólk hafi virt allar lokanir og takmarkanir á svæðinu. Blaðamannafélag Íslands fer þess á leit við stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra að upplýst verði um: 1. Hver tók ákvörðun um að hafa áhrif á og hamla eðlilegum störfum blaðamanna? a. Ef beiðni barst Isavia um að hamla störfum blaðamanna, hvaðan kom sú beiðni? 2. Á hvaða grunni var slík ákvörðun tekin? 3. Hvernig munu stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra bregðast við og hvernig munu verkferlar hins opinbera hlutafélags og lögreglunnar breytast til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig?
Hælisleitendur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31