Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 10:21 Amnesty International saka íslensk stjórnvöld um ómannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem hafa þegar fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. Fimmtán hælisleitendur voruð leitaðir uppi og sendir úr landi til Grikklands í skjóli nætur í vikunni, þar á meðal fatlaður írakskur karlmaður. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmdi að í hópnum hefði verið ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð lögráða. Nú bætist Íslandsdeild Amnesty International í hóp samtaka sem fordæma brottvísanirnar. Í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér í morgun segir að hún hafi ítrekað gagnrýnt brottvísanir til Grikklands og stefnu íslenskra stjórnvalda um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Aðbúnaður flóttafólks í Grikklandi hefur verið gagnrýndur af m.a. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International. Fjölmargar heimildir, svo sem skýrslur Evrópuráðsins, og mannréttinda- og frjálsra félagasamtaka gefa til kynna að raunverulegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi fréttaflutnings af brottvísun fatlaðs einstaklings sem glímir við alvarleg veikindi og notast við hjólastól bendir Íslandsdeild Amnesty International á þá alþjóðlegu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt framangreindum samningum skulu aðildarríki þeirra gera allar ráðstafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstaklinga, fyrir pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu,“ segir Íslandsdeildin. Í hópnum sem var vísað úr landi í vikunni voru tvær írakskar unglingsstúlkur sem hafa stundað nám við Framhaldsskólann í Ármúla. Íslandsdeildin áréttar mikilvægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóðlega vernd. „Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flóttafólks. Það er staðreynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstaklega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjölþættri mismunun, svo sem á kynbundinni mismunun og kynferðislegu ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni. Mannréttindi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu á meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Fimmtán hælisleitendur voruð leitaðir uppi og sendir úr landi til Grikklands í skjóli nætur í vikunni, þar á meðal fatlaður írakskur karlmaður. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmdi að í hópnum hefði verið ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð lögráða. Nú bætist Íslandsdeild Amnesty International í hóp samtaka sem fordæma brottvísanirnar. Í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér í morgun segir að hún hafi ítrekað gagnrýnt brottvísanir til Grikklands og stefnu íslenskra stjórnvalda um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Aðbúnaður flóttafólks í Grikklandi hefur verið gagnrýndur af m.a. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International. Fjölmargar heimildir, svo sem skýrslur Evrópuráðsins, og mannréttinda- og frjálsra félagasamtaka gefa til kynna að raunverulegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi fréttaflutnings af brottvísun fatlaðs einstaklings sem glímir við alvarleg veikindi og notast við hjólastól bendir Íslandsdeild Amnesty International á þá alþjóðlegu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt framangreindum samningum skulu aðildarríki þeirra gera allar ráðstafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstaklinga, fyrir pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu,“ segir Íslandsdeildin. Í hópnum sem var vísað úr landi í vikunni voru tvær írakskar unglingsstúlkur sem hafa stundað nám við Framhaldsskólann í Ármúla. Íslandsdeildin áréttar mikilvægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóðlega vernd. „Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flóttafólks. Það er staðreynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstaklega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjölþættri mismunun, svo sem á kynbundinni mismunun og kynferðislegu ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni.
Mannréttindi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu á meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45