Hljóp með íslenska fánann í mark á HM og var á meðal tuttugu bestu í heimi Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 12:43 Andrea Kolbeinsdóttir varð í 19.sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Vísir/Hulda Margrét Hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir náði frábærum árangri í 40 km hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Hún varð í 19.sæti og hljóp í mark með íslenska fánann á herðunum. Andrea Kolbeinsdóttir varð í 19.sæti í 40 kílómetra hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem fram fer í Chiang Mai í Taílandi. Hún kom í mark á tímanum 4:14:08 en sigurvegarinn Denisa Ionela Dragomir frá Rúmeníu hljóp fyrst allra í mark á tímanum 3:49:23. Andrea kom í mark með íslenska fánann á bakinu en auk Andreu hlupu þau Halldór Hermann Jónsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Íris Anna Skúladóttir og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir einnig í 40 kílómetra hlaupinu. Andrea hefur getið sér gott orð sem hlaupari síðustu misserin og hefur sett fjölda meta. Hún á fjölmörg virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea setti nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. Eins og áður segir tóku fimm íslenskir hlauparar þátt í 40 kílómetra hlaupinu og þá tóku einnig fimm hlauparar þátt í 80 kílómetra hlaupi sem einnig fór fram í nótt. Þar var hækkunin í hlaupinu hvorki meira né minna en 4800 metrar en Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur Íslendinga í mark á tímanum 8 klukkutímar og 45 mínútur. Sigurvegari í 80 kílómetra hlaupinu var Bandaríkjamaðurinn Adam Peterman á tímanum 7:15:53. Auk Þorbergs hlupu þau Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurjón Ernir Sturluson og Þorsteinn Roy Jóhannsson áttatíu kílómetra. Hlaup Tengdar fréttir Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir varð í 19.sæti í 40 kílómetra hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem fram fer í Chiang Mai í Taílandi. Hún kom í mark á tímanum 4:14:08 en sigurvegarinn Denisa Ionela Dragomir frá Rúmeníu hljóp fyrst allra í mark á tímanum 3:49:23. Andrea kom í mark með íslenska fánann á bakinu en auk Andreu hlupu þau Halldór Hermann Jónsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Íris Anna Skúladóttir og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir einnig í 40 kílómetra hlaupinu. Andrea hefur getið sér gott orð sem hlaupari síðustu misserin og hefur sett fjölda meta. Hún á fjölmörg virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea setti nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. Eins og áður segir tóku fimm íslenskir hlauparar þátt í 40 kílómetra hlaupinu og þá tóku einnig fimm hlauparar þátt í 80 kílómetra hlaupi sem einnig fór fram í nótt. Þar var hækkunin í hlaupinu hvorki meira né minna en 4800 metrar en Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur Íslendinga í mark á tímanum 8 klukkutímar og 45 mínútur. Sigurvegari í 80 kílómetra hlaupinu var Bandaríkjamaðurinn Adam Peterman á tímanum 7:15:53. Auk Þorbergs hlupu þau Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurjón Ernir Sturluson og Þorsteinn Roy Jóhannsson áttatíu kílómetra.
Hlaup Tengdar fréttir Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02