Engin laun í leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 22:13 Landsréttur sagði að eftir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði teldist kynmisræmi ekki sjúkdómur í skilningi laga. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni. Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla. Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla.
Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira