Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2022 16:20 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira