Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í lok ágúst að hann teldi gengið vera „á tiltölulega góðum stað“ en þá var um 140 krónur gagnvart evrunni. Í dag er gengið um 146 krónur á móti evrunni.](https://www.visir.is/i/812DA1DD9BF1E6327D4DA25F3709BB703B7FEA59ED094DCA9E7E35C76F378935_713x0.jpg)
Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/23E7932B2BC5B646185864D2A9C77773AC641C67A81C24FFA8F862B367692E7D_308x200.jpg)
Lífeyrissjóðir aukið við gjaldeyriskaup sín um þriðjung á árinu
Hrein gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna hafa vaxið nokkuð það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Svigrúm sjóðanna til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasafni sínu hefur einnig aukist talsvert.