Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu

Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025.
Tengdar fréttir

Þungt launaskrið í borginni og veltufé frá rekstri fer þverrandi
Launahlutfallið í A-hluta Reykjavíkurborgar er komið upp í 60 prósent eftir að launakostnaður fór töluvert fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Þetta má lesa úr nýbirtum ársreikningi Reykjavíkurborgar.

Margfalt minni sveitarfélög skiluðu mun meiri fjármunum en borgin í fyrra
Einungis tvö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins skiluðu minna veltufé frá rekstri í fyrra en Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin sé langstærsta sveitarfélagið.