Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið hefur ríkissaksóknari fallið frá áfrýjun á sýknudómi í máli tveggja núverandi meðlima Sigur Rósar. Málum Georgs Holms og Kjartans Sveinssonar ásamt máli fyrrverandi meðlims sveitarinnar Orra Páls Dýrasonar.
Ríkissaksóknari er sagður ekki hafa tekið ákvörðun um mál Jóns Þórs en hann var ákærður vegna mála sem tengdust félögum í eigu hljómsveitarmeðlima. Ásamt því að hafa með endurskoðanda sínum komið félagi í eigu sinni undan tekjuskattsgreiðslum.
Tónlistarmennirnir fyrrnefndu voru sakaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða 150 milljónir króna. Sýknudómur vegna málsins var kveðinn upp 28. maí árið 2021 og ákvað ríkissaksóknari síðan að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í júní mánuði sama ár.