Áhersla á velferð og skólamál í Kópavogi í fjárhagsáætlun 2023 Orri Hlöðversson skrifar 9. nóvember 2022 11:31 Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar