Frá í þrjá til fjóra mánuði eftir að hafa verið skorinn á púls í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Evander Kane brunar inn í klefa eftir að hafa óvart verið skorinn á púls í leik. AP/Jason Behnken Íshokkíleikmaðurinn Evander Kane varð fyrir mjög óskemmtilegri lífsreynslu í NHL-deildinni á dögunum. Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022 Íshokkí Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022
Íshokkí Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira