Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 15:25 Gunnlaugur segir réttlætinu fullnægt. Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur. Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur.
Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira