Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Þroskahjálp, Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra meðal annars til að ræða þessi mál. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra funduðu í dag með fulltrúum frá ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og þroskahjálp. Tilefni fundarins var brottflutningur fatlaðs manns, sem var sendur ásamt tólf öðrum til Grikklands í síðustu viku, sem hefur verið mikið gagnrýndur. „Það sem ég skynjaði við þetta borð var að það er mjög ríkur vilji til að tryggja það að við stöndum við allar okkar skuldbindingar. Það er mikilvægt að við förum yfir alla okkar ferla og það verður gert í þessu framhaldssamtali,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mikil óánægja hefur verið með brottflutning fólksins meðal grasrótar Vinstri grænna og ungliðahreyfing flokksins meðal annarra gagnrýnt framkvæmdina. Ertu óánægð með framkvæmd þessara mála? „Ég held að við séum sammála um það að það þarf að draga lærdóm af því hvernig þetta fór fram,“ segir Katrín. Maðurinn, Hussein Hussein, og fjölskylda hans eru með vernd í Grikklandi en þrátt fyrir það rann dvalarleifi þeirra út á meðan þau dvöldu hér á Íslandi. Því er flókið að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Nú hafa kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem systur Husseins stunduðu nám undanfarið eitt og hálf tár, leigt íbúð fyrir fjölskylduna. Þeir binda einnig vonir við að fjölskyldan komist aftur til Íslands í vor. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í gær að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu mjög góðar en mannréttindasamtök hafa árum saman haldið öðru fram. „Ég held að við áttum okkur öll á því að aðstæður eru mjög breytilegar í löndunum sem við sendum fólkið til,“ segir Katrín. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra funduðu í dag með fulltrúum frá ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og þroskahjálp. Tilefni fundarins var brottflutningur fatlaðs manns, sem var sendur ásamt tólf öðrum til Grikklands í síðustu viku, sem hefur verið mikið gagnrýndur. „Það sem ég skynjaði við þetta borð var að það er mjög ríkur vilji til að tryggja það að við stöndum við allar okkar skuldbindingar. Það er mikilvægt að við förum yfir alla okkar ferla og það verður gert í þessu framhaldssamtali,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mikil óánægja hefur verið með brottflutning fólksins meðal grasrótar Vinstri grænna og ungliðahreyfing flokksins meðal annarra gagnrýnt framkvæmdina. Ertu óánægð með framkvæmd þessara mála? „Ég held að við séum sammála um það að það þarf að draga lærdóm af því hvernig þetta fór fram,“ segir Katrín. Maðurinn, Hussein Hussein, og fjölskylda hans eru með vernd í Grikklandi en þrátt fyrir það rann dvalarleifi þeirra út á meðan þau dvöldu hér á Íslandi. Því er flókið að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Nú hafa kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem systur Husseins stunduðu nám undanfarið eitt og hálf tár, leigt íbúð fyrir fjölskylduna. Þeir binda einnig vonir við að fjölskyldan komist aftur til Íslands í vor. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í gær að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu mjög góðar en mannréttindasamtök hafa árum saman haldið öðru fram. „Ég held að við áttum okkur öll á því að aðstæður eru mjög breytilegar í löndunum sem við sendum fólkið til,“ segir Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12