Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 18:45 Landsréttur þyngdi refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira