Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi
![Gildi er með um þriðjung eigna sinna í erlendum gjaldmiðlum, talsvert minna en í samanburði við hina stóru lífeyrissjóðina.](https://www.visir.is/i/03D6CC73185A7CA7EAF37156427D0F3A6DBB7AD3C3D06092BB5FD52404FDE962_713x0.jpg)
Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/22D5E2704A674C059377DE5A3AC2F490DA0F5E75DFFA717557F3BF73AEC7C65B_308x200.jpg)
Styrking krónunnar gegn evru þurrkast út þrátt fyrir gjaldeyrissölu Seðlabankans
Gengi krónunnar hefur verið í stöðugum veikingarfasa á undanförnum vikum en mikil gengisstyrking framan af ári, einkum gagnvart evrunni, hefur núna gengið til baka og meira en það. Seðlabanki Íslands greip margsinnis inn í á markaði í dag með sölu á gjaldeyri úr forða sínum til að reyna að stemma stigu við of mikilli gengislækkun en samkvæmt nýrri hagspá Arion mun krónan halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár.