Dóra og Egill skráðu sig í samband á Facebook í fyrrasumar. Þá greindi Vísir frá því síðasta haust að Dóra hefði beðið Egils óvænt á spunasýningu Improv Ísland. Gengu þau svo í hjónaband í febrúar á þessu ári.
Nú hafa þau hins vegar haldið hvort í sína áttina. Smartland greindi fyrst frá.
Það eru spennandi tímar fram undan hjá Dóru. Hún leikstýrir Áramótaskaupinu en tökur á því hefjast á morgun. Þá fagnaði hún stórum tímamótum nú á dögunum þegar hélt upp á það að hafa verið edrú í þúsund daga.

