Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Ása hefur leitað árangurslaust í fimm ár af blóðmóður sinni. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. Ása hefur reynt ýmislegt á þeim tíma og langar nú að freista þess að gera lokatilraun til að finna móður sína í Sri Lanka. Fjallað var um leit hennar á nýjan leik í síðasta þætti af Leitinni að upprunanum. Ef þú hefur ekki séð umræddan þátt ættir þú ekki að lesa lengur. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar hún lagði af stað til Sri Lanka á sínum tíma með Sigrúnu Ósk komst landið í heimsfréttir fyrir umfangsmikið skjalafals í tengslum við ættleiðingar frá Sri Lanka og sölu á börnum. Þá aðstoðaði Auri Hinriksson Sigrúnu og Ásu með leitina og gerir hún það á nýjan leik að þessu sinni. Finna átti Chöndru Malini sem átti að vera móðir Ásu. Að þessu sinni var ákveðið að senda inn auglýsingu í einu stærsta dagblaði Sri Lanka, Silumina. Daginn eftir að auglýsingin birtist höfðu borist 14 ábendingar, þar af tvær sem vöktu sérstaka athygli. Réttarlæknirinn í Eratna, þorpinu sem móðir Ásu var sögð vera frá, hafði samband við Auri og sagðist þekkja Chöndru Malini. Sama konan og á myndinni Auk þess hringdi kona að nafni Maduka og sagði að konan á myndinni sem Ása á af sér og konunni væri móðir hennar. Í ljós kom að þessar tvær ábendingar áttu við um sömu konuna. Ekki nóg með það, samkvæmt ættleiðingarskjölum Ásu átti hún eldri systur. Hún hét Maduka. Auri brást skjótt við og sendi þorpshöfðingjann Samantha og réttarlækninn til fundar við Chöndru Malini. Og þegar réttarlæknirinn og þorpshöfðinginn sýndu henni myndina sem mamma Ásu tók þegar hún fékk hana í fangið staðfesti hún að hún væri konan á myndinni. Þorpshöfðinginn tók mynd af Chöndru og sendi Ásu. Ása komst sjálf að þeirri niðurstöðu að þessi rúmlega sextuga kona væri sú sama og sú sem var á myndinni hennar Ásu. En ákveðið var að taka DNA sýnin sem fóru af stað haustið 2021, eitt frá Íslandi og annað frá Sri Lanka. Það var skráð á Ásu og kom það í hlutverk hennar að tilkynna Sigrúnu tíðindin í þættinum þegar niðurstöður voru komnar. Í ljós kom að konan væri ekki móðir Ásu. Chandra sagði Auri að á þessum tíma hefði hún búið á heimili konu sem hét Kanthi og var svokallaður „child agent” eða barnamangari, en þeir sáu um að útvega Evrópubúum börn til ættleiðingar. Ása segir í þættinum að það komi einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hafi verið staðið að ættleiðingum frá Sri Lanka og segir að sér finnist hluti ábyrgðarinnar liggja hér á landi. Chandra Malini, sem leitað var að í fimm ár reyndist hafa verið að leika móður Ásu í dómssal. En þegar þarna var komið við sögu tók málið aftur á móti lygilegan snúning. Auri vildi allt í einu fá DNA sýni frá konu sem heitir Harpa Sif Ingadóttir þar sem Chandra var barnshafandi sjálf þegar hún hélt á Ásu og þóttist vera móðir hennar. Eftir að hafa horft á Leitina að upprunanum fyrir nokkrum árum ákvað hún að hana langaði að freista þess að finna líffræðilega móður sína, en hún var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985, líkt og Ása. Harpa fór með pappírana sína til Íslenskrar ættleiðingar þar sem Kristinn Ingvarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, tók á móti henni. Þannig vildi til að Kristinn var með í för Sigrún Ósk fór út með Ásu til Sri Lanka og þær leituðu að Chöndru Malini. Harpa og Ása eru í dag miklar vinkonur. Honum brá við þegar hann sá skjölin því þar var ýmislegt kunnuglegt, ekki síst nafnið á móður hennar, Chandra Malini. Í ljós kom að líkindin í skjölum Ásu og Hörpu voru sláandi. Sama móðir, sami faðir, sami bær og sama eldri systir. Ása er fædd 20. febrúar og Harpa 3. október. Harpa sendi DNA prófið af stað í byrjun desember. Svo komu jól og á nýju ári komu niðurstöðurnar. Þar kom í ljós að Chandra Malini er ekki móðir Ásu, en hún er hins vegar móðir Hörpu. Örlögin höguðu því þannig að þær enduðu báðar á eyju norður í Atlantshafi með hálfs árs millibili og urðu vinkonur án þess að hafa hugmynd um að fimm árum seinna kæmust þær að því að konan sem önnur hafði leitað í mörg ár var í raun móðir hinnar. Harpa er á leið til Sri Lanka og þótt Chandra Malini hafi sagt að hún vilji líka hitta Ásu afþakkaði Ása boðið, treysti sér ekki í það. Hún segist þó ákveðin í að horfa fram á veginn. Harpa mun því í næsta þætti af Leitinni af upprunanum fara út móður bróður sínum Ívari en hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum sem var á sunnudaginn – ótrúleg saga. Klippa: Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Leitin að upprunanum Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Ása hefur reynt ýmislegt á þeim tíma og langar nú að freista þess að gera lokatilraun til að finna móður sína í Sri Lanka. Fjallað var um leit hennar á nýjan leik í síðasta þætti af Leitinni að upprunanum. Ef þú hefur ekki séð umræddan þátt ættir þú ekki að lesa lengur. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar hún lagði af stað til Sri Lanka á sínum tíma með Sigrúnu Ósk komst landið í heimsfréttir fyrir umfangsmikið skjalafals í tengslum við ættleiðingar frá Sri Lanka og sölu á börnum. Þá aðstoðaði Auri Hinriksson Sigrúnu og Ásu með leitina og gerir hún það á nýjan leik að þessu sinni. Finna átti Chöndru Malini sem átti að vera móðir Ásu. Að þessu sinni var ákveðið að senda inn auglýsingu í einu stærsta dagblaði Sri Lanka, Silumina. Daginn eftir að auglýsingin birtist höfðu borist 14 ábendingar, þar af tvær sem vöktu sérstaka athygli. Réttarlæknirinn í Eratna, þorpinu sem móðir Ásu var sögð vera frá, hafði samband við Auri og sagðist þekkja Chöndru Malini. Sama konan og á myndinni Auk þess hringdi kona að nafni Maduka og sagði að konan á myndinni sem Ása á af sér og konunni væri móðir hennar. Í ljós kom að þessar tvær ábendingar áttu við um sömu konuna. Ekki nóg með það, samkvæmt ættleiðingarskjölum Ásu átti hún eldri systur. Hún hét Maduka. Auri brást skjótt við og sendi þorpshöfðingjann Samantha og réttarlækninn til fundar við Chöndru Malini. Og þegar réttarlæknirinn og þorpshöfðinginn sýndu henni myndina sem mamma Ásu tók þegar hún fékk hana í fangið staðfesti hún að hún væri konan á myndinni. Þorpshöfðinginn tók mynd af Chöndru og sendi Ásu. Ása komst sjálf að þeirri niðurstöðu að þessi rúmlega sextuga kona væri sú sama og sú sem var á myndinni hennar Ásu. En ákveðið var að taka DNA sýnin sem fóru af stað haustið 2021, eitt frá Íslandi og annað frá Sri Lanka. Það var skráð á Ásu og kom það í hlutverk hennar að tilkynna Sigrúnu tíðindin í þættinum þegar niðurstöður voru komnar. Í ljós kom að konan væri ekki móðir Ásu. Chandra sagði Auri að á þessum tíma hefði hún búið á heimili konu sem hét Kanthi og var svokallaður „child agent” eða barnamangari, en þeir sáu um að útvega Evrópubúum börn til ættleiðingar. Ása segir í þættinum að það komi einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hafi verið staðið að ættleiðingum frá Sri Lanka og segir að sér finnist hluti ábyrgðarinnar liggja hér á landi. Chandra Malini, sem leitað var að í fimm ár reyndist hafa verið að leika móður Ásu í dómssal. En þegar þarna var komið við sögu tók málið aftur á móti lygilegan snúning. Auri vildi allt í einu fá DNA sýni frá konu sem heitir Harpa Sif Ingadóttir þar sem Chandra var barnshafandi sjálf þegar hún hélt á Ásu og þóttist vera móðir hennar. Eftir að hafa horft á Leitina að upprunanum fyrir nokkrum árum ákvað hún að hana langaði að freista þess að finna líffræðilega móður sína, en hún var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985, líkt og Ása. Harpa fór með pappírana sína til Íslenskrar ættleiðingar þar sem Kristinn Ingvarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, tók á móti henni. Þannig vildi til að Kristinn var með í för Sigrún Ósk fór út með Ásu til Sri Lanka og þær leituðu að Chöndru Malini. Harpa og Ása eru í dag miklar vinkonur. Honum brá við þegar hann sá skjölin því þar var ýmislegt kunnuglegt, ekki síst nafnið á móður hennar, Chandra Malini. Í ljós kom að líkindin í skjölum Ásu og Hörpu voru sláandi. Sama móðir, sami faðir, sami bær og sama eldri systir. Ása er fædd 20. febrúar og Harpa 3. október. Harpa sendi DNA prófið af stað í byrjun desember. Svo komu jól og á nýju ári komu niðurstöðurnar. Þar kom í ljós að Chandra Malini er ekki móðir Ásu, en hún er hins vegar móðir Hörpu. Örlögin höguðu því þannig að þær enduðu báðar á eyju norður í Atlantshafi með hálfs árs millibili og urðu vinkonur án þess að hafa hugmynd um að fimm árum seinna kæmust þær að því að konan sem önnur hafði leitað í mörg ár var í raun móðir hinnar. Harpa er á leið til Sri Lanka og þótt Chandra Malini hafi sagt að hún vilji líka hitta Ásu afþakkaði Ása boðið, treysti sér ekki í það. Hún segist þó ákveðin í að horfa fram á veginn. Harpa mun því í næsta þætti af Leitinni af upprunanum fara út móður bróður sínum Ívari en hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum sem var á sunnudaginn – ótrúleg saga. Klippa: Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið
Leitin að upprunanum Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira