„Spilltasti útsendarinn“ segir fíkniefnastríðið vera leik Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2022 17:08 AP José Irizarry, sem hefur verið kallaður spilltasti útsendari fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir fíkniefnastríðið óvinnanlegt og þá sem heyja það gjörspillta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ásakanir hans til skoðunar. Irizarry fer á næstunni í alríkisfangelsi en hann hefur verið dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Í aðdraganda þess fór hann í viðtöl við AP fréttaveituna þar sem hann sagði sögu sína. „Fíkniefnastríðið er leikur. Það er mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Irizarry. Hann segir aðra útsendara DEA og saksóknara hafa stolið milljónum dala sem hald var lagt á vegna fíkniefnastríðsins og notað þá peninga til að fjármagna dýran lífstíl og partíhald um heiminn allan. Meðal þess sem Irizarry heldur fram er að hann og aðrir hafi ferðast víða um heiminn í nafni fíkniefnastríðsins og þar hafi þeir skemmt sér konunglega. Ferðirnar hafi snúist um drykkju og stúlkur. Þessa hegðun sagði hann til komna vegna þess að útsendarar DEA um heim allan hafi áttað sig á því að fíkniefnastríðið væri tilgangslaust. Ekkert sem þeir gerðu hefði í raun áhrif á fíkniefnaheiminn. „Við getum ekki unnið óvinnanlegt stríð. DEA veit þetta og útsendararnir vita þetta. Það flæðir svo mikið af fíkniefnum frá Kólumbíu og það er svo mikið af peningum. Við vitum að við skiptum ekki máli,“ sagði Irizarry. The drug war is a game. Disgraced DEA agent Jose Irizarry accuses colleagues of skimming millions from money laundering stings to fund a worldwide joyride of luxury travel, party boats and prostitutes. His claims have now led to a federal investigation. https://t.co/2CRewDAQh4 pic.twitter.com/IQxs7NxiPs— The Associated Press (@AP) November 15, 2022 Í frétt AP segir að Irizarry hafi sagt svipaða sögu í löngum yfirheyrslum hjá starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Fyrrverandi samstarfsmenn hans segja Irizarry ljúga og að hann vilji nota þessar lygar til milda dóm sinn en hann játaði árið 2020 sekt varðandi nítján ákærur sem sneru að spillingu og fjársvikum. Rannsakendur Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa þó á undanförnum mánuðum rannsakað ásakanir Irizarry og tekið viðtöl við nokkra fyrrverandi samstarfsmenn hans og minnst þrjá núverandi og fyrrverandi alríkissaksóknara. Umfang rannsóknarinnar hefur aukist Rannsókn ráðuneytisins beinist helst að samstarfsmönnum Irizarry í fjárþvættisdeild DEA auk nokkurra saksóknara. Einn þeirra var hársbreidd frá því að taka við embætti ríkissaksóknara í Cleveland fyrr á árinu, þegar hann hætti við skömmu áður og sagði það vegna fjölskylduástæðna. AP segir að umfang rannsóknarinnar hafi aukist að undanförnu og á sama tíma hafi ásökunum gegn um 4.600 útsendurum DEA varðandi spillingu og annað fjölgað. Í samtali við blaðamenn segir Irizarry að ákærurnar gegn honum hafi málað hann sem forsprakka einhverskonar ráðabruggs en hann segist ekki hafa verið forsprakkinn og hefur sakað marga fyrrverandi samstarfsfélaga sína um glæpi. Dómarinn sem dæmdi Irizarry í fyrra virtist taka undir ásakanir hans við dómsuppkvaðningu og sagði nauðsynlegt að rannsaka samstarfsmenn hans. Dómarinn sagði að þó Irizarry hafi verið gómaður hafi verið ljóst að hann hefði ekki verið einn að verki. Bent er á í frétt AP að árið 2015 hafi innri endurskoðandi DEA skammað útsendara stofnunarinnar fyrir að taka þátt í kynlífsveislum með vændiskonum sem ráðnar voru af kólumbískum glæpagengjum. Þær ásakanir leiddu til þess að margir sögðu af sér og þar á meðal þáverandi yfirmaður stofnunarinnar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Irizarry fer á næstunni í alríkisfangelsi en hann hefur verið dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Í aðdraganda þess fór hann í viðtöl við AP fréttaveituna þar sem hann sagði sögu sína. „Fíkniefnastríðið er leikur. Það er mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Irizarry. Hann segir aðra útsendara DEA og saksóknara hafa stolið milljónum dala sem hald var lagt á vegna fíkniefnastríðsins og notað þá peninga til að fjármagna dýran lífstíl og partíhald um heiminn allan. Meðal þess sem Irizarry heldur fram er að hann og aðrir hafi ferðast víða um heiminn í nafni fíkniefnastríðsins og þar hafi þeir skemmt sér konunglega. Ferðirnar hafi snúist um drykkju og stúlkur. Þessa hegðun sagði hann til komna vegna þess að útsendarar DEA um heim allan hafi áttað sig á því að fíkniefnastríðið væri tilgangslaust. Ekkert sem þeir gerðu hefði í raun áhrif á fíkniefnaheiminn. „Við getum ekki unnið óvinnanlegt stríð. DEA veit þetta og útsendararnir vita þetta. Það flæðir svo mikið af fíkniefnum frá Kólumbíu og það er svo mikið af peningum. Við vitum að við skiptum ekki máli,“ sagði Irizarry. The drug war is a game. Disgraced DEA agent Jose Irizarry accuses colleagues of skimming millions from money laundering stings to fund a worldwide joyride of luxury travel, party boats and prostitutes. His claims have now led to a federal investigation. https://t.co/2CRewDAQh4 pic.twitter.com/IQxs7NxiPs— The Associated Press (@AP) November 15, 2022 Í frétt AP segir að Irizarry hafi sagt svipaða sögu í löngum yfirheyrslum hjá starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Fyrrverandi samstarfsmenn hans segja Irizarry ljúga og að hann vilji nota þessar lygar til milda dóm sinn en hann játaði árið 2020 sekt varðandi nítján ákærur sem sneru að spillingu og fjársvikum. Rannsakendur Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa þó á undanförnum mánuðum rannsakað ásakanir Irizarry og tekið viðtöl við nokkra fyrrverandi samstarfsmenn hans og minnst þrjá núverandi og fyrrverandi alríkissaksóknara. Umfang rannsóknarinnar hefur aukist Rannsókn ráðuneytisins beinist helst að samstarfsmönnum Irizarry í fjárþvættisdeild DEA auk nokkurra saksóknara. Einn þeirra var hársbreidd frá því að taka við embætti ríkissaksóknara í Cleveland fyrr á árinu, þegar hann hætti við skömmu áður og sagði það vegna fjölskylduástæðna. AP segir að umfang rannsóknarinnar hafi aukist að undanförnu og á sama tíma hafi ásökunum gegn um 4.600 útsendurum DEA varðandi spillingu og annað fjölgað. Í samtali við blaðamenn segir Irizarry að ákærurnar gegn honum hafi málað hann sem forsprakka einhverskonar ráðabruggs en hann segist ekki hafa verið forsprakkinn og hefur sakað marga fyrrverandi samstarfsfélaga sína um glæpi. Dómarinn sem dæmdi Irizarry í fyrra virtist taka undir ásakanir hans við dómsuppkvaðningu og sagði nauðsynlegt að rannsaka samstarfsmenn hans. Dómarinn sagði að þó Irizarry hafi verið gómaður hafi verið ljóst að hann hefði ekki verið einn að verki. Bent er á í frétt AP að árið 2015 hafi innri endurskoðandi DEA skammað útsendara stofnunarinnar fyrir að taka þátt í kynlífsveislum með vændiskonum sem ráðnar voru af kólumbískum glæpagengjum. Þær ásakanir leiddu til þess að margir sögðu af sér og þar á meðal þáverandi yfirmaður stofnunarinnar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira