Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2022 15:26 Þórunn og Bjarni á þinginu en þar er nú tekist á um efni skýrslu Ríkisendurskoðanda um söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. Þórunn lagði á það áherslu að í skýrslunni væri ekki fjallað um ýmsa þætti sem vörðuðu söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem auk Þórunnar hefur framsögu í umræðunni, var mættur í vígahug. Hann gerði strax athugasemd við það að Þórunn vildi leggja umræðuna upp sem svo að ekki væri um að ræða fullgilt plagg. Þórunn sagði að það stæði einfaldlega skýrum stöfum í inngangi skýrslunnar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata taldi það orka tvímælis að Bjarni, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, hafi óskað skýrslunnar frá Ríkisendurskoðanda en hann sé sérlegur trúnaðarmaður þingsins. Það gengi ekki að hann vildi notfæra sér það að hafa kallað eftir skýrslunni með það fyrir augum að vilja hvítþvo sig. Bjarni sagði meðal annars í sinni ræðu að Ríkisendurskoðandi hafi skilað því sem um var rætt. „Ríkisendurskoðun telur að salan hafi verið ríkissjóði almennt hagfeld. Grundvallarathygli. Hvergi er fullyrt að brotið hafi verið gegn lögum sem um efnið gilda eða góða stjórnsýsluhætti. Þó þar séu margar góðar ábendingar um það sem hefði mátt betur fara.“ Bjarni endurtók það sem hann hefur margoft áður sagt um málið að í hinu stóra samhengi skipti það helst máli að ríkissjóður hafi fengið 108 milljaðra fyrir hluta í Íslandsbanka. Í banka sem ríkið fékk á sínum tíma án endurgjalds. „Það er eins og margir eigi erfitt með að sætta sig við þessa stóru mynd málsins. Fólk sem sá enga leið út úr erfiðleikunum aðra en þá að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.“ Það stefnir í að umræða um þetta mál muni verða heit en hún stendur nú yfir á þinginu og eru þegar fjölmargir þingmenn búnir að bóka sig í pontu. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þórunn lagði á það áherslu að í skýrslunni væri ekki fjallað um ýmsa þætti sem vörðuðu söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem auk Þórunnar hefur framsögu í umræðunni, var mættur í vígahug. Hann gerði strax athugasemd við það að Þórunn vildi leggja umræðuna upp sem svo að ekki væri um að ræða fullgilt plagg. Þórunn sagði að það stæði einfaldlega skýrum stöfum í inngangi skýrslunnar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata taldi það orka tvímælis að Bjarni, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, hafi óskað skýrslunnar frá Ríkisendurskoðanda en hann sé sérlegur trúnaðarmaður þingsins. Það gengi ekki að hann vildi notfæra sér það að hafa kallað eftir skýrslunni með það fyrir augum að vilja hvítþvo sig. Bjarni sagði meðal annars í sinni ræðu að Ríkisendurskoðandi hafi skilað því sem um var rætt. „Ríkisendurskoðun telur að salan hafi verið ríkissjóði almennt hagfeld. Grundvallarathygli. Hvergi er fullyrt að brotið hafi verið gegn lögum sem um efnið gilda eða góða stjórnsýsluhætti. Þó þar séu margar góðar ábendingar um það sem hefði mátt betur fara.“ Bjarni endurtók það sem hann hefur margoft áður sagt um málið að í hinu stóra samhengi skipti það helst máli að ríkissjóður hafi fengið 108 milljaðra fyrir hluta í Íslandsbanka. Í banka sem ríkið fékk á sínum tíma án endurgjalds. „Það er eins og margir eigi erfitt með að sætta sig við þessa stóru mynd málsins. Fólk sem sá enga leið út úr erfiðleikunum aðra en þá að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.“ Það stefnir í að umræða um þetta mál muni verða heit en hún stendur nú yfir á þinginu og eru þegar fjölmargir þingmenn búnir að bóka sig í pontu.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28
Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09