„Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 22:14 Kristrún Frostadóttir Vísir/Vilhelm „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“ Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“
Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42