Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 22:22 Nánasta fjölskylda og vinir Ladda voru viðstödd afhjúpun hjartasteinsins við lauflétta athöfn og ljúfan barnasöng fyrr í kvöld Bæjarbíó „Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil. Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“ Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“
Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31
Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40