Plastplan sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 07:26 Stofnendur Plastplan, Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson ásamt Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptaráðherra við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands í Grósku í gærkvöldi. Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Þetta varð ljóst í gær þegar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála, afhenti þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, stofnendum Plastplan, verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grósku í Reykjavík. Í rökstuðningi dómnefndar segir að starf hönnunarstofunnar og plastendurvinnslunnar Plastplans hafi frá stofnun þess árið 2019 einkennst af sköpunargleði, tilraunamennsku, úrræðasemi og óbilandi hugsjón. „Plastplan hefur á þessum þremur árum tekist á við að raungera hringrás plastefna með því að taka það sem til fellur af plasti frá fyrirtækjum innanlands og þróa og framleiða úr því ný og falleg verk, ýmist fyrir sína eigin vörulínu, eða nytjahluti fyrir fyrirtækin sem Plastplan er í samstarfi við. Innviða- og húsgagnahönnun þeirra fyrir Höfuðstöðina, sem er listasafn og menningarsetur byggt í kringum Chromo Sapiens, verk Shoplifter Art / Hrafnhildar Arnardóttur, er einstaklega vel heppnað í viðleitni sinni til að skapa fjölnota umgjörð sem hvorttveggja endurspeglar verk Shoplifters og flæðir samhliða þeim á eftirtektarverðan hátt. Áhrif Plastplans mælast ekki aðeins í afköstum véla þeirra því það er hugsjón þeirra sem leiðir för og hefur áhrif á starf fyrirtækja og hönnuða vítt og breitt. Plastplan hefur lagt ríka áherslu á samfélagsfræðslu og sífellt fleiri samstarfsaðilar verða til fyrir vikið, sem hafa nú tileinkað sér endurvinnslu í eigin ranni. Allir vilja gera betur og breyta rétt. Oft hefur skort staðfærð, innlend úrræði þegar endurvinnsla og framleiðsla er í sívaxandi mæli í höndum aðila eða fyrirtækja erlendis, og ferlið þannig úr höndum neytandans og þar af leiðandi að stórum hluta ósýnilegt. Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands veitir Plastplan Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Ekki aðeins fyrir það sem er gert vel, heldur einnig það sem er gert rétt,“ segir í rökstuðningnum. Stofnað 2019 Plastplan er hönnunarstudio og plastendurvinnsla stofnuð árið 2019 af vöruhönnuðinum Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni. Markmið Plastplan er að sagt vera að stuðla að fullkominni hringrás plastefna og með því sýna fram á mikla möguleika sem felast í hráefninu. Plastplan hefur frá árinu 2017 byggt, þróað og hannað vélar fyrir plastendurvinnslu til að efla úrvinnslu. Einnig segir að Plastplan eigi í stöðugu samstarfi við framsækin fyrirtæki, eins Icelandair, Ikea, Krónuna og 66° Norður og hjálpi þeim að taka auka græn skref í rekstri. Í því felist að Plastplan sæki plast vikulega og skili sama plasti til baka í formi nýrra nytjahluta, hannaða og framleidda af Plastplan. „Björn Steinar er menntaður vöruhönnuður og hefur á undanförnum árum einblínt á umhverfis- og samfélagstengd verkefni. Sem dæmi má nefna; Skógarnytjar – þróun húsgagna úr íslenskum við, Catch of the day – þróun vodka úr aflögu ávöxtum frá matvælainnflytjendum og plastendurvinnslustöðin Plastplan. Brynjólfur hefur starfað við rannsóknir og uppbyggingu í tengslum við plastendurvinnslu frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann sankað að sér þekkingu úr ýmsum áttum og hefur meðal annars lagt stund á tölvunarfræði og vélaverkfræði samhliða rekstri Plastplan. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn þann 17. nóvember í Grósku að viðstöddu fjölmenni sem fönguðu framúrskarandi hönnun. Það var ráðherra menningar og viðskipa, Lilja D. Alfreðsdóttir, sem veitti Plastplan verðlaunin. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlaut Fólk Reykjavík og Heiðursverðlaunahafi ársins er Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation. Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning,“ segir í tilkynningunni. Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Umhverfismál Nýsköpun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þetta varð ljóst í gær þegar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála, afhenti þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, stofnendum Plastplan, verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grósku í Reykjavík. Í rökstuðningi dómnefndar segir að starf hönnunarstofunnar og plastendurvinnslunnar Plastplans hafi frá stofnun þess árið 2019 einkennst af sköpunargleði, tilraunamennsku, úrræðasemi og óbilandi hugsjón. „Plastplan hefur á þessum þremur árum tekist á við að raungera hringrás plastefna með því að taka það sem til fellur af plasti frá fyrirtækjum innanlands og þróa og framleiða úr því ný og falleg verk, ýmist fyrir sína eigin vörulínu, eða nytjahluti fyrir fyrirtækin sem Plastplan er í samstarfi við. Innviða- og húsgagnahönnun þeirra fyrir Höfuðstöðina, sem er listasafn og menningarsetur byggt í kringum Chromo Sapiens, verk Shoplifter Art / Hrafnhildar Arnardóttur, er einstaklega vel heppnað í viðleitni sinni til að skapa fjölnota umgjörð sem hvorttveggja endurspeglar verk Shoplifters og flæðir samhliða þeim á eftirtektarverðan hátt. Áhrif Plastplans mælast ekki aðeins í afköstum véla þeirra því það er hugsjón þeirra sem leiðir för og hefur áhrif á starf fyrirtækja og hönnuða vítt og breitt. Plastplan hefur lagt ríka áherslu á samfélagsfræðslu og sífellt fleiri samstarfsaðilar verða til fyrir vikið, sem hafa nú tileinkað sér endurvinnslu í eigin ranni. Allir vilja gera betur og breyta rétt. Oft hefur skort staðfærð, innlend úrræði þegar endurvinnsla og framleiðsla er í sívaxandi mæli í höndum aðila eða fyrirtækja erlendis, og ferlið þannig úr höndum neytandans og þar af leiðandi að stórum hluta ósýnilegt. Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands veitir Plastplan Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Ekki aðeins fyrir það sem er gert vel, heldur einnig það sem er gert rétt,“ segir í rökstuðningnum. Stofnað 2019 Plastplan er hönnunarstudio og plastendurvinnsla stofnuð árið 2019 af vöruhönnuðinum Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni. Markmið Plastplan er að sagt vera að stuðla að fullkominni hringrás plastefna og með því sýna fram á mikla möguleika sem felast í hráefninu. Plastplan hefur frá árinu 2017 byggt, þróað og hannað vélar fyrir plastendurvinnslu til að efla úrvinnslu. Einnig segir að Plastplan eigi í stöðugu samstarfi við framsækin fyrirtæki, eins Icelandair, Ikea, Krónuna og 66° Norður og hjálpi þeim að taka auka græn skref í rekstri. Í því felist að Plastplan sæki plast vikulega og skili sama plasti til baka í formi nýrra nytjahluta, hannaða og framleidda af Plastplan. „Björn Steinar er menntaður vöruhönnuður og hefur á undanförnum árum einblínt á umhverfis- og samfélagstengd verkefni. Sem dæmi má nefna; Skógarnytjar – þróun húsgagna úr íslenskum við, Catch of the day – þróun vodka úr aflögu ávöxtum frá matvælainnflytjendum og plastendurvinnslustöðin Plastplan. Brynjólfur hefur starfað við rannsóknir og uppbyggingu í tengslum við plastendurvinnslu frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann sankað að sér þekkingu úr ýmsum áttum og hefur meðal annars lagt stund á tölvunarfræði og vélaverkfræði samhliða rekstri Plastplan. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn þann 17. nóvember í Grósku að viðstöddu fjölmenni sem fönguðu framúrskarandi hönnun. Það var ráðherra menningar og viðskipa, Lilja D. Alfreðsdóttir, sem veitti Plastplan verðlaunin. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun hlaut Fólk Reykjavík og Heiðursverðlaunahafi ársins er Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation. Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning,“ segir í tilkynningunni.
Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Umhverfismál Nýsköpun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira