Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa: „Ég hafði sjálf dæmt mig í ævilangt fangelsi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. nóvember 2022 16:25 Á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa sem haldin var fyrr í dag sagði Jónína Snorradóttir frá reynslu sinni af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum. Þegar Jónína var átján ára gömul keyrði hún á lítinn dreng sem lést í kjölfarið og litaði atvikið allt líf hennar. Lítil hjálp hafi verið í boði og tók það Jónínu 26 ár að fá viðeigandi aðstoð. Hún vildi með ræðu sinni sýna þeim sem að hafa lent í svipuðu að úrvinnsla áfalls þurfi ekki að taka svona langan tíma. Saga Jónínu hefst þegar hún átti að fara með bíl föður síns á Klett og þrífa hann. „Ég tek litla bróður minn með og keyri af stað. Þegar að ég er að koma að Kletti þá beygi ég ekki þangað heldur held bara áfram hugsunarlaust. Í rauninni skil ekki alveg hvað er í gangi, af því að ég ætlaði að beygja en einhvern veginn í einhverri leiðslu held ég áfram og keyri veginn. Þannig ég held áfram, sé vinkonu mína og vinka henni og augnabliki síðar að þá finn ég bara dink á bílnum hjá mér. Ég átta mig ekki alveg á því strax bara hreinlega hvað hefði gerst og stöðva bílinn og sé hvað hefur orðið,“ segir Jónína. Móðir drengsins kenndi henni ekki um slysið Hún uppgötvar þá að hún hafi keyrt á lítinn dreng sem að lætur lífið í kjölfarið. Hún nefnir að á þessum tíma hafi enga hjálp verið að fá, hún hafi bara farið heim eftir slysið. „Í rauninni það eina sem er gert, eða ekki gert er að móðir drengsins, hún var svo dásamleg að hún kom heim til mín og hitti mig og tjáði mér að hún kenndi mér ekki um slysið. Sem ég held að hafi haft gríðarlegt áhrif á mitt líf og jafnvel hreinlega bjargað því. Ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef ég hefði ekki fengið að heyra þessi orð frá henni,“ segir Jónína. Tíminn leið og slysið fór að hafa meiri og þyngri áhrif á Jónínu, hún þróaði með sér átröskun, sektarkennd og sjálfsásakanir í kjölfarið. Hún segist hafa trúað því að hún ætti ekkert gott skilið, ætti ekki skilið að vera hamingjusöm. „Ég bara hreinlega trúði því að hann kæmi aldrei til baka“ Jónína segir nýja trú hafa þróast þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn en þá hafi hún áttað sig á því að hún hafi tekið það dýrmætasta sem þau ættu af foreldrum stráksins. Nú skildi hún gjalda fyrir það sem hún hefði gert. „Þegar elsti strákurinn minn fer út að leika sér í fyrsta skipti þá stend ég inni heima hjá okkur grátandi, haldandi utan um eyrun á okkur af því ég vildi ekki heyra þegar sírenurnar kæmu inn hverfið hjá mér og myndu taka hann í burtu. Ég bara hreinlega trúði því að hann kæmi aldrei til baka,“ segir Jóhanna. Árin liðu og Jónína lenti í örmögnunarástandi árið 2018 sem leiddi til þess að hún fékk loksins hjálpina sem hún þurfti á að halda. Hún áttar sig á að um hugsunarvillur hafi verið að ræða. „Ef að ég missi börnin mín þá veit ég í dag að það er ekki af því að ég er að gjalda fyrir það sem ég varð valdur af. Í rauninni bara átta ég mig á því að ég hafði sjálf dæmt mig í ævilangt fangelsi og bara fannst þetta eðlilegt, eðlilegt að lifa svona. Það væri bara gjaldið sem ég væri að gjalda fyrir það sem ég varð valdur af,“ segir Jónína. Í lok ræðu sinnar ítrekar Jónína að líf sitt sé gott, hún eigi gott stuðningsnet og hafi látið drauma sína rætast. Ástæða þess að hún segi sína sögu sé sú að hún vilji sýna að það þurfi ekki að taka 26 ár að vinna úr afleiðingum þess sem fólk lendir í. „Það hefur alltaf verið skuggi yfir mér af því að alveg sama hvað ég hef gert eða hvað ég hef áorkað þá hefur mér aldrei fundist ég átt það skilið. Ég veit betur í dag. Og það er ástæðan fyrir því að ég stend hér í dag,“ sagði Jónína. Ræðu Jónínu má sjá í spilaranum að ofan. Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. 20. nóvember 2022 12:30 Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum. 20. nóvember 2022 13:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þegar Jónína var átján ára gömul keyrði hún á lítinn dreng sem lést í kjölfarið og litaði atvikið allt líf hennar. Lítil hjálp hafi verið í boði og tók það Jónínu 26 ár að fá viðeigandi aðstoð. Hún vildi með ræðu sinni sýna þeim sem að hafa lent í svipuðu að úrvinnsla áfalls þurfi ekki að taka svona langan tíma. Saga Jónínu hefst þegar hún átti að fara með bíl föður síns á Klett og þrífa hann. „Ég tek litla bróður minn með og keyri af stað. Þegar að ég er að koma að Kletti þá beygi ég ekki þangað heldur held bara áfram hugsunarlaust. Í rauninni skil ekki alveg hvað er í gangi, af því að ég ætlaði að beygja en einhvern veginn í einhverri leiðslu held ég áfram og keyri veginn. Þannig ég held áfram, sé vinkonu mína og vinka henni og augnabliki síðar að þá finn ég bara dink á bílnum hjá mér. Ég átta mig ekki alveg á því strax bara hreinlega hvað hefði gerst og stöðva bílinn og sé hvað hefur orðið,“ segir Jónína. Móðir drengsins kenndi henni ekki um slysið Hún uppgötvar þá að hún hafi keyrt á lítinn dreng sem að lætur lífið í kjölfarið. Hún nefnir að á þessum tíma hafi enga hjálp verið að fá, hún hafi bara farið heim eftir slysið. „Í rauninni það eina sem er gert, eða ekki gert er að móðir drengsins, hún var svo dásamleg að hún kom heim til mín og hitti mig og tjáði mér að hún kenndi mér ekki um slysið. Sem ég held að hafi haft gríðarlegt áhrif á mitt líf og jafnvel hreinlega bjargað því. Ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef ég hefði ekki fengið að heyra þessi orð frá henni,“ segir Jónína. Tíminn leið og slysið fór að hafa meiri og þyngri áhrif á Jónínu, hún þróaði með sér átröskun, sektarkennd og sjálfsásakanir í kjölfarið. Hún segist hafa trúað því að hún ætti ekkert gott skilið, ætti ekki skilið að vera hamingjusöm. „Ég bara hreinlega trúði því að hann kæmi aldrei til baka“ Jónína segir nýja trú hafa þróast þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn en þá hafi hún áttað sig á því að hún hafi tekið það dýrmætasta sem þau ættu af foreldrum stráksins. Nú skildi hún gjalda fyrir það sem hún hefði gert. „Þegar elsti strákurinn minn fer út að leika sér í fyrsta skipti þá stend ég inni heima hjá okkur grátandi, haldandi utan um eyrun á okkur af því ég vildi ekki heyra þegar sírenurnar kæmu inn hverfið hjá mér og myndu taka hann í burtu. Ég bara hreinlega trúði því að hann kæmi aldrei til baka,“ segir Jóhanna. Árin liðu og Jónína lenti í örmögnunarástandi árið 2018 sem leiddi til þess að hún fékk loksins hjálpina sem hún þurfti á að halda. Hún áttar sig á að um hugsunarvillur hafi verið að ræða. „Ef að ég missi börnin mín þá veit ég í dag að það er ekki af því að ég er að gjalda fyrir það sem ég varð valdur af. Í rauninni bara átta ég mig á því að ég hafði sjálf dæmt mig í ævilangt fangelsi og bara fannst þetta eðlilegt, eðlilegt að lifa svona. Það væri bara gjaldið sem ég væri að gjalda fyrir það sem ég varð valdur af,“ segir Jónína. Í lok ræðu sinnar ítrekar Jónína að líf sitt sé gott, hún eigi gott stuðningsnet og hafi látið drauma sína rætast. Ástæða þess að hún segi sína sögu sé sú að hún vilji sýna að það þurfi ekki að taka 26 ár að vinna úr afleiðingum þess sem fólk lendir í. „Það hefur alltaf verið skuggi yfir mér af því að alveg sama hvað ég hef gert eða hvað ég hef áorkað þá hefur mér aldrei fundist ég átt það skilið. Ég veit betur í dag. Og það er ástæðan fyrir því að ég stend hér í dag,“ sagði Jónína. Ræðu Jónínu má sjá í spilaranum að ofan.
Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. 20. nóvember 2022 12:30 Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum. 20. nóvember 2022 13:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. 20. nóvember 2022 12:30
Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum. 20. nóvember 2022 13:31