Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2022 22:50 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Arnar Halldórsson Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá flutningaskip Smyril-Line, Akranes, sigla inn til Þorlákshafnar frá Rotterdam. Siglingar færeyska skipafélagsins frá Evrópu hófust fyrir fimm árum með einu skipi á viku, þau eru núna orðin þrjú á viku. Segullinn er staðsetning gagnvart Reykjavík. Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson „Þetta náttúrlega styttir leiðina til Evrópu. Þetta er sólarhringur, fram og til baka, að sigla leiðina fyrir Reykjanesið. Við erum að ná að sigla til Rotterdam á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line. Þorlákshöfn hefur á skömmum tíma orðið ein umsvifamesta vöruhöfn landsins. Til að mæta þörfinni er verið að lengja aðalhafnargarðinn, dýpka höfnina og endurnýja bryggjur. Suðurverk annast lengingu hafnargarðsins og breytingu á Suðurvararbryggju en Hagtak endurnýjun Svartaskersbryggju. Séð yfir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Áætlað er að hafnarframkvæmdirnar muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Eftir þær mun höfnin geta tekið við mun stærri skipum. Í stað allt að 130 metra langra skipa munu fast að 200 metra löng skip geta nýtt höfnina. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, sér höfnina eflast enn frekar. „Hér er alveg nægt landrými og við getum stækkað hérna í allar áttir,“ segir Benjamín Ómar. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Miklar framkvæmdir eru við fiskeldi sem og við smíði íbúða en bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir hundruð íbúða í byggingu. Íbúafjöldi Þorlákshafnar nálgast tvöþúsund en árleg fjölgun er óvíða meiri. „Það er svona sex til níu prósenta fjölgun á íbúum. Samfélagið er að yngjast,“ segir Elliði. „Það er vegna þess að svona hefðbundin fjölskylda sem hingað flytur, hún kemur mjög gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, og er með svona tvö til þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Og þegar samfélag er að stækka svona hratt, eins og við erum að gera, þá þarf að hafa augun mjög fast á boltanum til að tryggja fræðslumál og félagsþjónustu.“ Nýr leikskóli er í smíðum og stækkun grunnskólans áformuð. Og þegar við biðjum bæjarstjórann að spá um fjölgun íbúa næstu árin svarar hann: „Ég sé fyrir mér að innan fimm ára þá verði þeir orðnir allavega svona 3.500 íbúar hérna. Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá flutningaskip Smyril-Line, Akranes, sigla inn til Þorlákshafnar frá Rotterdam. Siglingar færeyska skipafélagsins frá Evrópu hófust fyrir fimm árum með einu skipi á viku, þau eru núna orðin þrjú á viku. Segullinn er staðsetning gagnvart Reykjavík. Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson „Þetta náttúrlega styttir leiðina til Evrópu. Þetta er sólarhringur, fram og til baka, að sigla leiðina fyrir Reykjanesið. Við erum að ná að sigla til Rotterdam á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line. Þorlákshöfn hefur á skömmum tíma orðið ein umsvifamesta vöruhöfn landsins. Til að mæta þörfinni er verið að lengja aðalhafnargarðinn, dýpka höfnina og endurnýja bryggjur. Suðurverk annast lengingu hafnargarðsins og breytingu á Suðurvararbryggju en Hagtak endurnýjun Svartaskersbryggju. Séð yfir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Áætlað er að hafnarframkvæmdirnar muni kosta fjóra til fimm milljarða króna. Eftir þær mun höfnin geta tekið við mun stærri skipum. Í stað allt að 130 metra langra skipa munu fast að 200 metra löng skip geta nýtt höfnina. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, sér höfnina eflast enn frekar. „Hér er alveg nægt landrými og við getum stækkað hérna í allar áttir,“ segir Benjamín Ómar. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Miklar framkvæmdir eru við fiskeldi sem og við smíði íbúða en bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir hundruð íbúða í byggingu. Íbúafjöldi Þorlákshafnar nálgast tvöþúsund en árleg fjölgun er óvíða meiri. „Það er svona sex til níu prósenta fjölgun á íbúum. Samfélagið er að yngjast,“ segir Elliði. „Það er vegna þess að svona hefðbundin fjölskylda sem hingað flytur, hún kemur mjög gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, og er með svona tvö til þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Og þegar samfélag er að stækka svona hratt, eins og við erum að gera, þá þarf að hafa augun mjög fast á boltanum til að tryggja fræðslumál og félagsþjónustu.“ Nýr leikskóli er í smíðum og stækkun grunnskólans áformuð. Og þegar við biðjum bæjarstjórann að spá um fjölgun íbúa næstu árin svarar hann: „Ég sé fyrir mér að innan fimm ára þá verði þeir orðnir allavega svona 3.500 íbúar hérna. Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26
Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 16. nóvember 2022 21:42
Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41