Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:00 Heyrúllurnar á Bjarnanesi, sem er svona listavel raðað upp af Eyjólfi bónda á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira