Engin úrskurður var gefinn út í tengslum við ákvörðun dómstólsins en hann hafnaði beiðni Trump um bann við afhendingu gagnanna, sem eru í vörslu fjármálaráðuneytisins.
Um er að ræða skattskýrslur forsetans fyrrverandi til sex ára og uppgjör nokkurra fyrirtækja í hans eigu.
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hæstiréttur kemst að niðurstöðu sem er Trump í óhag.
Í janúar neitaði dómstóllinn að koma í veg fyrir að skjalasafn Bandaríkjanna afhenti rannsóknarnefnd gögn er vörðuðu árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Og í október síðastliðnum hafnaði dómstóllinn því að grípa inn í lögfræðilegar deilur vegna húsleitar Alríkislögreglunnar á heimili Trump í Mar a Lago.
Allt frá því að Richard Nixon var kjörinn forseti árið 1968 hafa forsetar Bandaríkjanna birt skattskýrslur sínar sjálfviljugir. Trump vék þó frá þessari óskráðu reglu þegar hann bauð sig fram fyrir kosningarnar 2016 og hefur barist ötullega fyrir því alla tíð síðan að halda þeim leyndum.
