Jólasveinninn, Mikki mús og Jimmy Fallon gengu um götur New York Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:29 Það var engin önnur en Mariah Carey sem lokaði göngunni. Instagram Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í gær víða um heim. Hátíðin er þó hvergi umfangsmeiri en í Bandaríkjunum þar sem farið er alla leið. Verslunarkeðjan Macy's stóð fyrir sinni árlega Þakkargjarðarskrúðgöngu í New York í gær þar sem engin önnur en „drottning jólanna“ Mariah Carey tók lagið. Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira