Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 11:06 Hnúfubakur í Sundahöfn Vísir/Vilhelm Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu. Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Fjallað er nokkuð ítarlega um rannsóknarhópinn Whale Wise á vef Euronews, sem nýkominn er frá nokkurra mánaða rannsóknardvöl við Íslandsstrendur. Þar hefur hópurinn safnað gögnum um hnúfubaka. Sér í lagi hefur hópurinn einbeitt sér að safna gögnum um ör sem hvalirnir kunna að bera. Markmiðið er að varpa ljósi í hversu miklu mæli hvalir festist í veiðarfærum og hvaða áhrif það hafi á hvalina. Er samband á milli öra og heilsu? Í frétt Euronews kemur fram að áratuga gömul gögn sýni að dánartíðni hnúfubaka af völdum því að festast í veiðarfærum sé um fimm prósent af heildarfjölda þeirra á ári hverju. Rannsókn frá 2019 sýni enn fremur að 25 prósent þeirra beri ör eftir að hafa fest sig í veiðarfærum. Rannsakendur Whale Wise skoðuðu sérstaklega hvort að samband sé á milli öra af þessu tagi og heildarástandi hvalanna. Hnúfubakur í Skjálfandaflóa.Mayall/ullstein bild via Getty Images) „Við vitum að fjöldi hvala drepst á ári hverju eftir að hafa orðið fastir í veiðarfærum, “er haft eftir Tom Grove, einum af stjórnendum hópsins. „En fyrir þá sem lifa það af, er það enn að hafa áhrif á þá? Jafn vel mörgum árum síðar?“ Notast var við dróna til að ná myndum af hvölunum og örunum. Er leitast við að kanna hvort að þeir hvalir sem beri ör séu til dæmis mjórri eða í verra ástandi en þeir sem eru án öra. Heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfið En örin eru ekki það eina sem gagnast vísindamönnunum við rannsóknina. Á síðasta ári söfnuðu þeir einnig hori úr hvölum hér við land. Var það gert til að athuga hvort að magn kortisóls í horinu geti gefið vísbendingar um streitustig hvalanna. Standa vonir til að slíkar mælingar geti gagnast við að gefa fyllri mynd um heilsu hvalanna. Reiknað er með að vísindamennirnir snúi aftur til Íslands á næsta ári og haldi rannsókninni áfram. Þegar niðurstöður liggja fyrir er vonast til þess að þeir geti gefið Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu áþreifanleg gögn um afleiðingar þess að hvalir festist í veiðarfærum. Þá benda vísindamennirnir einnig á að heilsa hvala geti gefið góðar vísbendingar um stöðu vistkerfisins á svæði þeirra. Benda þeir á að það geri verið bæði erfitt og dýrt að meta umfang fisks og svifs í sjónum, sem hvalir nærast á. Þrífist hvalir vel á tilteknum svæði megi hins vegar gefa sér að þar sé nægt æti fyrir þá. Þetta sé eitthvað sem geti til að mynda gagnast þegar verið sé að meta áhrif loftslagsbreytinga, þar sem súrnun sjávar og hækkandi hitastig sjávar birtist oftar en ekki fyrst í áhrifum á fiskitegundir og minni lífverur í hafinu.
Hvalir Íslandsvinir Sjávarútvegur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira