Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2022 11:03 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að nýta fjármagn í að auka varnarmátt lögreglumanna og fangavarða til að bregðast við nýju umhverfi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent