Verða að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. desember 2022 10:17 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, í viðtali um hagræðingaraðgerðir borgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Stöð 2 Bæta verður undirliggjandi rekstur Reykjavíkurborgar til þess að stöðva margmilljarða króna hallarekstur hennar, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. Hann segir tillögur um að lækka laun borgarfulltrúa popúlisma. Borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti 92 hagræðingaraðgerðir til þess að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Rekstur A-hlutans var neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, langt umfram þann 1,6 milljarða króna halla sem reiknað hafði verið með. Á meðal hagræðingaraðgerðanna er draga úr fjárfestingum upp á fimm milljarða á næstu árum, lækka fundarkostnað borgarstjórnar, fresta ráðningum á skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, fækka listsýningum og bjóða út mat fyrir leikskóla borgarinnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áformin í gær. „Kroppað“ væri í reksturinn hér og þar en aðgerðirnar væru mátt- og haglausar. Skera ætti niður útgjöld til matarkaupa fyrir leikskólabörn um hundrað milljónir króna en lítið gert til þess að hrófla við fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu. „Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu,“ sagði Hildur í viðtali við Stöð 2 í gær. Popúlismi að leggja til lækkun launa þeirra hæst launuðu Einar sagði þessar kveðjur Hildar kaldar í ljósi þess að hagræðingaraðgerðirnar væru þær mestu frá hruni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gerð væri hagræðingarkrafa um eitt prósent á öll svið auks þess að reksturinn yrði ekki verðbættur. Sú hagræðingarkrafa ofan á aðgerðirnar 92 og ýmsar umbótaáætlarnir sem ráðist yrði í ættu að skila um fimmtán milljarða króna hagræðingu yfir þriggja ára tímabil. Hagræðingin næði jafnmikið til miðlægrar stjórnsýslu inni í ráðhúsinu og til annarra hluta borgarkerfisins. „Stóri vandinn er þessi og heildarsýnin verður að vera þessi, við erum með 15,3 milljarðahalla á rekstri A-sjóðs og við verðum að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar. Það gerum við með því að fara í margháttaðar aðgerðir inn í kerfið, hagræðum inni í kerfinu en reynum að koma í veg fyrir að það bitni á borgarbúum. Við stöndum vörð um framlínuþjónustuna, skólana og velferðarþjónustuna. Þannig getum við bætt þjónustuna,“ sagði hann. Spurður að því hvort að hæst launuðu borgarstarfsmennirnir, þar á meðal borgarfulltrúar, væru tilbúnir að taka á sig skerðingu sagðist Einar þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar ættu ekki að hræra í laununum sínum sjálfir. „Þetta er bara popúlismi að koma með einhverjar svona tillögur,“ svaraði hann. Hvað varðaði útboð á mat til leikskóla borgarinnar sagði Einar það koma sér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist gegn því. Nú þegar hefðu 47 af 63 leikskólum borgarinnar ákveðið sjálfir að bjóða út matinn í staðinn fyrir að vera sjálfir með eldhús. Sagði Einar það skynsamlega fjármálastjórn að ráðast í sameiginleg innkaup fyrir leikskólana. Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Tengdar fréttir „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti 92 hagræðingaraðgerðir til þess að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Rekstur A-hlutans var neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, langt umfram þann 1,6 milljarða króna halla sem reiknað hafði verið með. Á meðal hagræðingaraðgerðanna er draga úr fjárfestingum upp á fimm milljarða á næstu árum, lækka fundarkostnað borgarstjórnar, fresta ráðningum á skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, fækka listsýningum og bjóða út mat fyrir leikskóla borgarinnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áformin í gær. „Kroppað“ væri í reksturinn hér og þar en aðgerðirnar væru mátt- og haglausar. Skera ætti niður útgjöld til matarkaupa fyrir leikskólabörn um hundrað milljónir króna en lítið gert til þess að hrófla við fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu. „Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu,“ sagði Hildur í viðtali við Stöð 2 í gær. Popúlismi að leggja til lækkun launa þeirra hæst launuðu Einar sagði þessar kveðjur Hildar kaldar í ljósi þess að hagræðingaraðgerðirnar væru þær mestu frá hruni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gerð væri hagræðingarkrafa um eitt prósent á öll svið auks þess að reksturinn yrði ekki verðbættur. Sú hagræðingarkrafa ofan á aðgerðirnar 92 og ýmsar umbótaáætlarnir sem ráðist yrði í ættu að skila um fimmtán milljarða króna hagræðingu yfir þriggja ára tímabil. Hagræðingin næði jafnmikið til miðlægrar stjórnsýslu inni í ráðhúsinu og til annarra hluta borgarkerfisins. „Stóri vandinn er þessi og heildarsýnin verður að vera þessi, við erum með 15,3 milljarðahalla á rekstri A-sjóðs og við verðum að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar. Það gerum við með því að fara í margháttaðar aðgerðir inn í kerfið, hagræðum inni í kerfinu en reynum að koma í veg fyrir að það bitni á borgarbúum. Við stöndum vörð um framlínuþjónustuna, skólana og velferðarþjónustuna. Þannig getum við bætt þjónustuna,“ sagði hann. Spurður að því hvort að hæst launuðu borgarstarfsmennirnir, þar á meðal borgarfulltrúar, væru tilbúnir að taka á sig skerðingu sagðist Einar þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar ættu ekki að hræra í laununum sínum sjálfir. „Þetta er bara popúlismi að koma með einhverjar svona tillögur,“ svaraði hann. Hvað varðaði útboð á mat til leikskóla borgarinnar sagði Einar það koma sér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist gegn því. Nú þegar hefðu 47 af 63 leikskólum borgarinnar ákveðið sjálfir að bjóða út matinn í staðinn fyrir að vera sjálfir með eldhús. Sagði Einar það skynsamlega fjármálastjórn að ráðast í sameiginleg innkaup fyrir leikskólana.
Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Tengdar fréttir „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58
Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45