Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum Brút 5. desember 2022 13:18 Húsið er afar fallegt og hefur mikla sögu en Brút er staðsett í Pósthússtræti 2 sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1919. „Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni. Ragnar Eiríksson yfirkokkur og einn eigenda Brút. Fall er greinilega fararheill því Brút hefur blómstrað í Pósthússtrætinu frá opnun. Dýrindis sjávarréttir úr matarkistunni kringum landið eru aðalsmerki staðarins og einfaldleikinn er látinn ráða. Ragnar segir reyndar ekki nóg að bjóða bara upp á góðan mat, galdurinn felist í heildarumgjörð staðarins. „Ég segi alltaf að veitingastaðir séu afþreying og við búum til matarafþreyingu. Við leggjum mikla áherslu á þægindi og viljum að hjá okkur fái fólk vandaða matarupplifun. Okkar aðalsmerki er „casual fine dining“, laus við allt prjál. Ætli við Óli séum ekki með yfir 70 ára reynslu samanlagt í veitingabransanum, hérlendis og erlendis og vitum hvernig stað við viljum búa til,“ útskýrir Ragnar. Gullfallegt umhverfi ýtir undir upplifun gesta. Arkitektastofurnar tp bennett og Tröð sáu um innanhússhönnunina, sem hefur hlotið tilnefningar til verðlauna. „Við urðum bálskotnir í húsnæðinu um leið og hreinlega urðum að opna þar veitingastað. Húsið er afar fallegt og hefur mikla sögu. Innvolsið er hannað af tp bennett arkitektastofunni í samvinnu við arkitektastofuna Tröð og margtilnefnt til hönnunarverðlauna. Við vorum líka svo heppnir að kynnast þeim Emil og Unnari hjá Weirdpickle sem sjá um alla grafík fyrir okkur,“ segir Ragnar og þetta samspil er greinilega að skila sér. Eftirréttirnir eru einstaklega glæsilegir og koma frá Gulla Arnar, Konditori í Hafnarfirði. „Okkur hefur gengið vel, við höfum meðal annars fengið tilnefningu hjá Star Winelistfyrir vínlistann okkar sem besti „medium sized“ vínlistinn í Skandinavíu. Við fáum líka mikið lof frá viðskiptavinum okkar sem segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Það er gaman að fá smá klapp á bakið,“ segir Ragnar. Rækjukotkteill eins og þeir gerðust bestir á áttunda og níunda áratugnum er að finna á jólaseðli Brút, en seðillinn er byggður á æskuminningum eigendanna frá jólum. Nostalgíustemmning í jólamatseðlinum „Jólaseðillin er kominn í gang og við köllum hann „Oldschool“ eða Old is cool því hann samanstendur af æskuminningum okkar frá jólum,“ segir Ragnar. „Á seðlinum er svínahamborgarhryggur með ananas og gljáa, rækjukokteill og taðreyktur silungur, reyndar borinn fram með japönsku sjávarþangi, sem var ekki algengt í okkar æsku. Það þarf að setja smá tvist á þetta. Svo pörum við vín og drykki með réttunum og endum á desertum frá Gulla Arnar konditori í Hafnarfirði. Desertarnir eru einkar glæsilegir og er ekið á milli borða á litlum vagni. Svo erum við með svokallað Ólaglögg, sem er jólaglögg úr hvítvíni sem Óli hefur búið til.“ Fátt er jólalegra en Hamborgarhryggur með ananas og gljáa. Nánar er hægt að kynna sér matseðil Brút hér. Matur Jólamatur Jól Veitingastaðir Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Sjá meira
Ragnar Eiríksson yfirkokkur og einn eigenda Brút. Fall er greinilega fararheill því Brút hefur blómstrað í Pósthússtrætinu frá opnun. Dýrindis sjávarréttir úr matarkistunni kringum landið eru aðalsmerki staðarins og einfaldleikinn er látinn ráða. Ragnar segir reyndar ekki nóg að bjóða bara upp á góðan mat, galdurinn felist í heildarumgjörð staðarins. „Ég segi alltaf að veitingastaðir séu afþreying og við búum til matarafþreyingu. Við leggjum mikla áherslu á þægindi og viljum að hjá okkur fái fólk vandaða matarupplifun. Okkar aðalsmerki er „casual fine dining“, laus við allt prjál. Ætli við Óli séum ekki með yfir 70 ára reynslu samanlagt í veitingabransanum, hérlendis og erlendis og vitum hvernig stað við viljum búa til,“ útskýrir Ragnar. Gullfallegt umhverfi ýtir undir upplifun gesta. Arkitektastofurnar tp bennett og Tröð sáu um innanhússhönnunina, sem hefur hlotið tilnefningar til verðlauna. „Við urðum bálskotnir í húsnæðinu um leið og hreinlega urðum að opna þar veitingastað. Húsið er afar fallegt og hefur mikla sögu. Innvolsið er hannað af tp bennett arkitektastofunni í samvinnu við arkitektastofuna Tröð og margtilnefnt til hönnunarverðlauna. Við vorum líka svo heppnir að kynnast þeim Emil og Unnari hjá Weirdpickle sem sjá um alla grafík fyrir okkur,“ segir Ragnar og þetta samspil er greinilega að skila sér. Eftirréttirnir eru einstaklega glæsilegir og koma frá Gulla Arnar, Konditori í Hafnarfirði. „Okkur hefur gengið vel, við höfum meðal annars fengið tilnefningu hjá Star Winelistfyrir vínlistann okkar sem besti „medium sized“ vínlistinn í Skandinavíu. Við fáum líka mikið lof frá viðskiptavinum okkar sem segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Það er gaman að fá smá klapp á bakið,“ segir Ragnar. Rækjukotkteill eins og þeir gerðust bestir á áttunda og níunda áratugnum er að finna á jólaseðli Brút, en seðillinn er byggður á æskuminningum eigendanna frá jólum. Nostalgíustemmning í jólamatseðlinum „Jólaseðillin er kominn í gang og við köllum hann „Oldschool“ eða Old is cool því hann samanstendur af æskuminningum okkar frá jólum,“ segir Ragnar. „Á seðlinum er svínahamborgarhryggur með ananas og gljáa, rækjukokteill og taðreyktur silungur, reyndar borinn fram með japönsku sjávarþangi, sem var ekki algengt í okkar æsku. Það þarf að setja smá tvist á þetta. Svo pörum við vín og drykki með réttunum og endum á desertum frá Gulla Arnar konditori í Hafnarfirði. Desertarnir eru einkar glæsilegir og er ekið á milli borða á litlum vagni. Svo erum við með svokallað Ólaglögg, sem er jólaglögg úr hvítvíni sem Óli hefur búið til.“ Fátt er jólalegra en Hamborgarhryggur með ananas og gljáa. Nánar er hægt að kynna sér matseðil Brút hér.
Matur Jólamatur Jól Veitingastaðir Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Sjá meira