Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2022 10:50 Leit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita að skipverjanum heldur áfram í dag. Vísir/Vilhelm Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. Leit hefur staðið yfir að manni sem féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf í Grindavík, síðan á laugardag. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitir og fiskiskip og -bátar frá svæðinu hafa tekið þátt í leitinni um helgina. „Leit að skipverjanum hófst aftur í birtingu. Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt og kemur til með að leita áfram í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Auk þyrlu og varðskips muni björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Landsbjörgu taka þátt í leitinni í dag. „Leitarsvæðið hefur verið stækkað frá því í gær. Í gær vorum við að vinna á svæði sem eru 10x10 sjómílur, í radíus 25 sjómílum út frá Garðskaga. Í dag erum við að vinna með svæði sem eru 18x18 sjómílur þannig að við höfum stækkað leitarsvæðið frá því í gær,“ segir Ásgeir. „Í gær voru, þegar mest var, þrettán skip við leitina. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ásamt fiskiskipum og -bátum á svæðinu og svo flaug þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis eftir hádegi og var þar við leit.“ Vel viðri til leitar í dag og staðan verði tekin eftir daginn. „Við munum nýta daginn, það viðrar vel til leitar í dag. Sjólag er gott, veðrið er gott. Svo munum við taka stöðuna eftir daginn í dag en munum nýta daginn til leitar.“ Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Samgönguslys Tengdar fréttir Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Leit hefur staðið yfir að manni sem féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf í Grindavík, síðan á laugardag. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitir og fiskiskip og -bátar frá svæðinu hafa tekið þátt í leitinni um helgina. „Leit að skipverjanum hófst aftur í birtingu. Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt og kemur til með að leita áfram í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Auk þyrlu og varðskips muni björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Landsbjörgu taka þátt í leitinni í dag. „Leitarsvæðið hefur verið stækkað frá því í gær. Í gær vorum við að vinna á svæði sem eru 10x10 sjómílur, í radíus 25 sjómílum út frá Garðskaga. Í dag erum við að vinna með svæði sem eru 18x18 sjómílur þannig að við höfum stækkað leitarsvæðið frá því í gær,“ segir Ásgeir. „Í gær voru, þegar mest var, þrettán skip við leitina. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ásamt fiskiskipum og -bátum á svæðinu og svo flaug þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis eftir hádegi og var þar við leit.“ Vel viðri til leitar í dag og staðan verði tekin eftir daginn. „Við munum nýta daginn, það viðrar vel til leitar í dag. Sjólag er gott, veðrið er gott. Svo munum við taka stöðuna eftir daginn í dag en munum nýta daginn til leitar.“
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Samgönguslys Tengdar fréttir Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47
Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44
Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28