„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2022 21:35 Sigursteinn Arndal gat leyft sér að fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins. „Mér líður mjög vel eftir alla sigurleiki,“ sagði Sigursteinn eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. „En það er rétt, lokatölurnar segja ekki mikið til um leikinn því þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu Selfossliði og það var hátt tempó fram og til baka. Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama þessa stundina.“ FH-ingar náðu í tvígang þriggja marka forskoti í síðari hálfleik, en áttu í miklum erfiðleikum með að slíta sig frá Selfyssingum. „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, en það var mjög erfitt að slíta þá frá okkur. Við vorum líka bara með unga útilínu sem gerði sín mistök, en ég er bara ofboðslega stoltur af þeim hvernig þeir kláruðu leikinn og sýndu þennan vilja sem þarf. Svo voru þeir bara eitursvalir á lokamínútunum.“ Þrátt fyrir að hafa leitt stærstan hluta leiksins byrjuðu FH-ingar leikinn ekki vel. Liðið lenti 4-0 undir og skoraði aðeins eitt mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Svo slæmt var það að Sigursteinn tók leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. „Við vorum bara hálf flatir og vorum ekki á hundrað eins og þarf að vera hérna á Selfossi. En sem betur fer bættum við í og uppskárum góðan sigur.“ FH-ingar fara í Garðabæinn næstkomandi mánudag þar sem liðið mætir Stjörnunni. FH og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þar sem Garðbæingar unnu öruggan sigur og Sigursteinn segir að sínir menn ætli sér að hefna fyrir það. „FH stefnir á sigur í öllum leikjum og nú fáum við viku til að ná okkur og undirbúa okkur hrikalega vel. Stjarnan er með frábært lið og við töpuðum fyrir þeim í fyrstu umferð þannig við eigum harma að hefna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Olís-deild karla FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir alla sigurleiki,“ sagði Sigursteinn eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. „En það er rétt, lokatölurnar segja ekki mikið til um leikinn því þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu Selfossliði og það var hátt tempó fram og til baka. Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama þessa stundina.“ FH-ingar náðu í tvígang þriggja marka forskoti í síðari hálfleik, en áttu í miklum erfiðleikum með að slíta sig frá Selfyssingum. „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, en það var mjög erfitt að slíta þá frá okkur. Við vorum líka bara með unga útilínu sem gerði sín mistök, en ég er bara ofboðslega stoltur af þeim hvernig þeir kláruðu leikinn og sýndu þennan vilja sem þarf. Svo voru þeir bara eitursvalir á lokamínútunum.“ Þrátt fyrir að hafa leitt stærstan hluta leiksins byrjuðu FH-ingar leikinn ekki vel. Liðið lenti 4-0 undir og skoraði aðeins eitt mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Svo slæmt var það að Sigursteinn tók leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. „Við vorum bara hálf flatir og vorum ekki á hundrað eins og þarf að vera hérna á Selfossi. En sem betur fer bættum við í og uppskárum góðan sigur.“ FH-ingar fara í Garðabæinn næstkomandi mánudag þar sem liðið mætir Stjörnunni. FH og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þar sem Garðbæingar unnu öruggan sigur og Sigursteinn segir að sínir menn ætli sér að hefna fyrir það. „FH stefnir á sigur í öllum leikjum og nú fáum við viku til að ná okkur og undirbúa okkur hrikalega vel. Stjarnan er með frábært lið og við töpuðum fyrir þeim í fyrstu umferð þannig við eigum harma að hefna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Olís-deild karla FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00