„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 13:11 Þau Hildur og Dagur tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Sjá meira
Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Sjá meira
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00