Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:35 Seðlabanki Íslands. Stöð 2/Sigurjón „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birt var rétt í þessu. Þar segir að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki. Þá hafi vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hafi því vaxið. Fjármálastöðugleikanefnd segir viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu bankana mikinn. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé sterk. Bankarnir hafi getu til að bregðast við ytri áföllum og styðja við heimili og fyrirtæki. „Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár. Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin hefur ákveðið að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2 prósentum á öllum áhættuskuldbindingum. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2 prósentum. „Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birt var rétt í þessu. Þar segir að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki. Þá hafi vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hafi því vaxið. Fjármálastöðugleikanefnd segir viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu bankana mikinn. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé sterk. Bankarnir hafi getu til að bregðast við ytri áföllum og styðja við heimili og fyrirtæki. „Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár. Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin hefur ákveðið að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2 prósentum á öllum áhættuskuldbindingum. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2 prósentum. „Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira