Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2022 08:06 Sjaríalög voru aftur tekin upp í Afganistan fyrir nokkrum vikum. Rúmt ár er liðið frá því að Bandaríkjamenn og annað herlið erlendra ríkja yfirgáfu landið. epa Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana. Um er að ræða fyrstu aftökuna sem fer fram opinberlega eftir að sjaríalög voru innleidd á ný. Dómurum er nú frjálst, og jafnvel skylt, að dæma menn til refsinga á borð við opinberar aftökur, limlestingar og grýtingar. Samkvæmt talsmanninum, Zabihullah Mujahid, þá voru nokkrir hæstaréttardómarar viðstaddir aftökuna, yfirmenn hernaðarmála og háttsettir ráðherrar. Þeirra á meðal voru dóms- og utanríkisráðherrar ríkisstjórnar Talíbana. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Tajmir en hann hafði verið fundinn sekur um að hafa banað manni að nafni Mustafa fyrir fimm árum. Það var faðir Mustafa, Ghulam Sawar, sem framkvæmdi aftökuna á Tajmir með byssukúlu. Móðir Mustafa sagði í samtali við BBC að leiðtogar Talíbana hefðu farið þess á leit við hana að hún fyrirgæfi Tajmir en hún hefði krafist þess að hann yrði tekinn af lífi. Fólk ætti að láta sér aftöku hans að kenningu verða. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa djúpar áhyggjur af fregnunum og hefur kallað eftir því að aftökur í Afganistan verði stöðvaðar. Afganistan Dauðarefsingar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Um er að ræða fyrstu aftökuna sem fer fram opinberlega eftir að sjaríalög voru innleidd á ný. Dómurum er nú frjálst, og jafnvel skylt, að dæma menn til refsinga á borð við opinberar aftökur, limlestingar og grýtingar. Samkvæmt talsmanninum, Zabihullah Mujahid, þá voru nokkrir hæstaréttardómarar viðstaddir aftökuna, yfirmenn hernaðarmála og háttsettir ráðherrar. Þeirra á meðal voru dóms- og utanríkisráðherrar ríkisstjórnar Talíbana. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Tajmir en hann hafði verið fundinn sekur um að hafa banað manni að nafni Mustafa fyrir fimm árum. Það var faðir Mustafa, Ghulam Sawar, sem framkvæmdi aftökuna á Tajmir með byssukúlu. Móðir Mustafa sagði í samtali við BBC að leiðtogar Talíbana hefðu farið þess á leit við hana að hún fyrirgæfi Tajmir en hún hefði krafist þess að hann yrði tekinn af lífi. Fólk ætti að láta sér aftöku hans að kenningu verða. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa djúpar áhyggjur af fregnunum og hefur kallað eftir því að aftökur í Afganistan verði stöðvaðar.
Afganistan Dauðarefsingar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira