Borgarstjórnin fórnar sumarbústað sínum í hítina Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2022 13:48 Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skera hvergi í því sem snýr að þeim sjálfum og yfirbyggingunni í Ráðhúsinu. En svo allrar sanngirni sé gætt þá ætlar borgarstjórn að selja sumarbústaðinn sinn sem lið í aðhaldsaðgerðum. vísir/vilhelm Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu. En ósanngjarnt er að segja að sparnaðaraðgerðirnar snerti borgarfulltrúana ekki neitt því borgarstjórnin hefur ákveðið að fórna sumarbústað sínum sem stendur við Úlfljótsvatn; setja hann í söluferli. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarstjórn í vikunni nema Hjálmars Sveinssonar Samfylkingu. Það kemur reyndar á daginn að hann styður málið. „Ég hef ekkert á móti því að selja bústaðinn, nota hann aldrei. Þetta mótatkvæði var fljótfærni,“ segir hann í stuttu samtali við Vísi. Tillaga þess að bústaðurinn verði seldur kemur frá Sjálfstæðisflokknum en áætlað er að verðmæti sumarhússins sé á bilinu 25 til 30 milljónir króna og verður söluandvirðið verður fært á handbært fé. Bústaðurinn vinsæll og afar vel nýttur En hvaða bústaður er þetta eiginlega? Þannig er að skrifstofa borgarstjórnar hefur haft umsjón með sumarhúsi borgarstjórnar. Skrifstofan annast utanumhald og rekstur hússins, útleigu og innheimtu greiðslna fyrir dvöl að sögn Helgu Bjarkar Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar. Húsið er 50 rúmir fermetrar á einni hæð og skiptist í forstofu, alrými með stofu og eldhúsi, baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara, hjónaherbergi með rúmi sem er 160 x 200 (eða 2 rúm 80x200) auk tveggja svefnherbergja með kojum (svefnaðstaða fyrir 6) Í geymslu er gasgrill. Útipallur er svo með heitum potti, borði, stólum og sólstólum. „Húsið hefur verið afar vel nýtt og náð allt að 100 prósenta nýtingu í júní, júlí og ágúst en á þeim tíma er hann leigður út í viku í senn. Borgarfulltrúar hafa fyrsta forgang að sumarhúsinu í þessar sumarvikur og þeir sækja um með því að óska eftir ákveðinni viku,“ segir Helga Björk. Borgarfulltrúar njóta forgangs Og aðeins nánar um fyrirkomulagið við úthlutunina... Helga Björk segir að ef margir óska eftir sömu viku til dvalar í bústaðnum hefur sá borgarfulltrúi forgang sem ekki hefur nýtt sér sumarhúsið áður/á síðasta sumri. Ef fleiri en einn stendur þá eftir, er dregið á milli aðila. Þær vikur sem ekki ganga út til í þessari úthlutun eru boðnar 1. varaborgarfulltrúum. Sömu reglur gilda um úthlutun í vetrarleyfi grunnskóla og um páska. „Utan þess tíma sem fer í úthlutun hafa borgarfulltrúar og fyrstu varaborgarfulltrúar einnig forgang en einnig getur yfirstjórn borgarinnar, aðstoðarmaður borgarstjóra, starfsmenn borgarstjórnarflokka, og umsjónarmaður hússins á skrifstofu borgarstjórnar óskað eftir að fá afnot af húsinu þegar það er laust,“ segir Helga Björk. En nýting á þessum tíma hefur verið um fimmtíu prósent. Vísi lék forvitni á að vita hvenær bústaðurinn var reistur en ekki tókst, með þetta skömmum fyrirvara, að óska eftir nákvæmum upplýsingum um byggingarár. En á fundi borgarráðs 23. september 1986 var lagður fram samningur um byggingu og framlög Úlfljótsskála. „Bygging skálans, orlofshúsa starfsmannafélags Reykjavíkur og sumarhúss borgastjórnar fer fram fór fram á því tímabili og var lokið um mitt ár 1990.“ Vikuleigan verið 32 þúsund krónur Að sögn Helgu Bjarkar var uppbygging sumarbústaðahverfisins við Úlfljótsvatn samvinnuverkefni Starfsmannafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. „Eitt orlofshús var sett niður fyrir borgarstjórn í ljósi þess að borgarfulltrúar eru ekki aðilar að stéttarfélögum og áttu að hafa kost á afnotum af sumarhúsi, sem þeir geta ekki gert í gegnum stéttarfélag.“ Ekki er hægt að segja að borgarfulltrúar þurfi að tefla heimilisbókahaldi sínu í háska með því að dvelja í bústaðnum. Lengstum var það þeim að kostnaðarlausu en á fundi forsætisnefndar 29. janúar 2010 var lagt fram bréf þáverandi skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem hann kynnir þá ákvörðun að frá 1. febrúar verði tekið gjald fyrir afnot af svokölluðum borgarráðsbústað við Úlfljótsvatn. Gjaldið fylgi gjaldskrá orlofshúsa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og hefur það fyrirkomulag haldist óbreytt síðan. „Verðið fyrir vikuleigu á sumrin er 32 þúsund. Helgarleiga er á 13 þúsund, og aukanóttin kostar 3500 krónur,“ segir í svari Helgu Bjarkar. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 7. desember 2022 18:40 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
En ósanngjarnt er að segja að sparnaðaraðgerðirnar snerti borgarfulltrúana ekki neitt því borgarstjórnin hefur ákveðið að fórna sumarbústað sínum sem stendur við Úlfljótsvatn; setja hann í söluferli. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarstjórn í vikunni nema Hjálmars Sveinssonar Samfylkingu. Það kemur reyndar á daginn að hann styður málið. „Ég hef ekkert á móti því að selja bústaðinn, nota hann aldrei. Þetta mótatkvæði var fljótfærni,“ segir hann í stuttu samtali við Vísi. Tillaga þess að bústaðurinn verði seldur kemur frá Sjálfstæðisflokknum en áætlað er að verðmæti sumarhússins sé á bilinu 25 til 30 milljónir króna og verður söluandvirðið verður fært á handbært fé. Bústaðurinn vinsæll og afar vel nýttur En hvaða bústaður er þetta eiginlega? Þannig er að skrifstofa borgarstjórnar hefur haft umsjón með sumarhúsi borgarstjórnar. Skrifstofan annast utanumhald og rekstur hússins, útleigu og innheimtu greiðslna fyrir dvöl að sögn Helgu Bjarkar Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar. Húsið er 50 rúmir fermetrar á einni hæð og skiptist í forstofu, alrými með stofu og eldhúsi, baðherbergi með sturtu, þvottavél og þurrkara, hjónaherbergi með rúmi sem er 160 x 200 (eða 2 rúm 80x200) auk tveggja svefnherbergja með kojum (svefnaðstaða fyrir 6) Í geymslu er gasgrill. Útipallur er svo með heitum potti, borði, stólum og sólstólum. „Húsið hefur verið afar vel nýtt og náð allt að 100 prósenta nýtingu í júní, júlí og ágúst en á þeim tíma er hann leigður út í viku í senn. Borgarfulltrúar hafa fyrsta forgang að sumarhúsinu í þessar sumarvikur og þeir sækja um með því að óska eftir ákveðinni viku,“ segir Helga Björk. Borgarfulltrúar njóta forgangs Og aðeins nánar um fyrirkomulagið við úthlutunina... Helga Björk segir að ef margir óska eftir sömu viku til dvalar í bústaðnum hefur sá borgarfulltrúi forgang sem ekki hefur nýtt sér sumarhúsið áður/á síðasta sumri. Ef fleiri en einn stendur þá eftir, er dregið á milli aðila. Þær vikur sem ekki ganga út til í þessari úthlutun eru boðnar 1. varaborgarfulltrúum. Sömu reglur gilda um úthlutun í vetrarleyfi grunnskóla og um páska. „Utan þess tíma sem fer í úthlutun hafa borgarfulltrúar og fyrstu varaborgarfulltrúar einnig forgang en einnig getur yfirstjórn borgarinnar, aðstoðarmaður borgarstjóra, starfsmenn borgarstjórnarflokka, og umsjónarmaður hússins á skrifstofu borgarstjórnar óskað eftir að fá afnot af húsinu þegar það er laust,“ segir Helga Björk. En nýting á þessum tíma hefur verið um fimmtíu prósent. Vísi lék forvitni á að vita hvenær bústaðurinn var reistur en ekki tókst, með þetta skömmum fyrirvara, að óska eftir nákvæmum upplýsingum um byggingarár. En á fundi borgarráðs 23. september 1986 var lagður fram samningur um byggingu og framlög Úlfljótsskála. „Bygging skálans, orlofshúsa starfsmannafélags Reykjavíkur og sumarhúss borgastjórnar fer fram fór fram á því tímabili og var lokið um mitt ár 1990.“ Vikuleigan verið 32 þúsund krónur Að sögn Helgu Bjarkar var uppbygging sumarbústaðahverfisins við Úlfljótsvatn samvinnuverkefni Starfsmannafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. „Eitt orlofshús var sett niður fyrir borgarstjórn í ljósi þess að borgarfulltrúar eru ekki aðilar að stéttarfélögum og áttu að hafa kost á afnotum af sumarhúsi, sem þeir geta ekki gert í gegnum stéttarfélag.“ Ekki er hægt að segja að borgarfulltrúar þurfi að tefla heimilisbókahaldi sínu í háska með því að dvelja í bústaðnum. Lengstum var það þeim að kostnaðarlausu en á fundi forsætisnefndar 29. janúar 2010 var lagt fram bréf þáverandi skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem hann kynnir þá ákvörðun að frá 1. febrúar verði tekið gjald fyrir afnot af svokölluðum borgarráðsbústað við Úlfljótsvatn. Gjaldið fylgi gjaldskrá orlofshúsa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og hefur það fyrirkomulag haldist óbreytt síðan. „Verðið fyrir vikuleigu á sumrin er 32 þúsund. Helgarleiga er á 13 þúsund, og aukanóttin kostar 3500 krónur,“ segir í svari Helgu Bjarkar.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 7. desember 2022 18:40 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 7. desember 2022 18:40
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent