Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 23:01 Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um andlát verkamanns í Katar. Jan Kruger/Getty Images Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst. Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“ HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“
HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti