Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi Sumac 12. desember 2022 08:49 Matarmenning Norður Afríku einkennir matseðli veitingastaðarins Sumac. „Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac. „Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Sjá meira
„Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Sjá meira