Snjóbyssurnar koma sér vel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 07:00 Snjóframleiðsluvél, eða snjóbyssa, á skíðasvæði Dalvíkur. Eins og sjá má er ekkert sérstaklega mikill snjór á skíðasvæðinu sem stendur. Hörkufrost er hins vegar í vændum og því ætti að vera hægt að láta snjóbyssurnar ganga næstu daga. Visir/Tryggvi Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“ Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“
Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira