Nú hægt að fylgjast með íbúðauppbyggingu í rauntíma Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2022 12:16 Með nýju korti HMS verða upplýsingar um íbúðauppbyggingu birtar í rauntíma en ekki tvisvar á ári líkt og gert var áður fyrr. Vísir/Vilhelm Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála. Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira